Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 16

Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 16
með mismunandi blæbrigðum. Flestir ganga þeir á einhvern hátt út á amstur mannskepnunnar við að sjá fyrir sér og sínum. Já, tíminn er undarleg skepna. Veðurfar: Hvað veðurfar varðar verður ekki annað sagt en árið 1997 hafi verið gott ár. Það byrjaði með áframhaldi á því góð- viðri sem ríkti síðustu vikur fyrra árs. I janúar héldust síðan still- ur mestan part mánaðarins, gæftir voru góðar til sjávarins, en snjólítið og góð yfírferð á landi. Sama tíðarfar hélst fram eftir febrúar, en um miðjan mánuðinn fór nokkuð að þústna að og um 20. gerði norðaustan hríðarskot með verulegum fannburði. Snjóalög voru nú nokkur út mánuðinn. Mars var aðal snjóamánuður ársins, en veður voru þó ekki mjög stríð. Norðan og norðaustanáttir voru ríkjandi og bætti á snjó mestan hluta mánaðarins, án þess þó að gengi á með stór- hríðar. Fram eftir apríl var sama tíðarfar, en um miðjan mánuð brá til breytilegrar áttar og snjóa tók að leysa. Upp úr sumarmálum var að mestu leyti autt í byggð. Nokkrar kalskemmdir urðu um þetta leyti á ræktuðu landi þegar snjóa leysti af sólbráð um daga, en jörð stokkfraus við skaflarendur um nætur. I maí var ríkjandi hæg norðaustanátt svo veður var kalt en stillt. Gróður hófst því ekki að ráði fyrr en um miðjan mánuðinn og fór síðan hægt fram. Aftur á móti var þetta hagstæð tíð fyrir sauðburð sem að mestu leyti fer fram á húsi og gæftir voru góð- ar hjá grásleppuveiðimönnum. Júní var fremur þurr og kaldur og norðanátt ríkjandi. Viku af júní gerði norðan hret og festi snjó í byggð, einkum norðan til í sýslunni. Það tók þó fljótt af. Gróðri fór hægt fram. Nokkru kann að hafa valdið að klaki fór seint úr jörð. Júlí byrjaði með sama veðurfari. Um það leyti leit illa út með grassprettu og heyskap, en um 10. júlí breyttist til hins betra með hlýindin. Urðu nú allir dagar mánaðarins eftir það hlýir og tóku nú grös að spretta ört. Jafnvel kalskellurnar frá tveimur síð- ustu vetrum greru nú upp. Sá galli fýlgdi þó gjöf Njarðar að óvíða kom þurr dagur það sem eftir lifði mánaðarins. 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.