Strandapósturinn - 01.06.1997, Síða 19
Eftirtaldir íbúar Strandasýslu létust á árinu 1997:
1. Branddís Aðalsteinsdóttir, Gestsstöðum, Kirkjubólshreppi
2. Gunnar Oskarsson, Melgraseyri, Hólmavíkurhreppi
3. Karl Hannesson, Borðeyri, Bæjarhreppi
4. Páll Sæmundsson, Djúpavík, Arneshreppi
5. Þorsteinn'Guðbjörnsson, Brunnagötu 4, Hólmavík
Að leiðarlokum er þessu látna heiðursfólki vottuð virðing og
þökk.
Samstarf og framkvæmdir sveitarfélaga: Á aðalfundi Héraðs-
nefndar Strandasýslu 1997 var samþykkt að kanna viðhorf sveit-
arfélaganna í sýslunni til þess að sameinast í eitt sveitarfélag. Síð-
an var boðað til sameiginlegs fundar allra sveitarstjórna til að
ræða málið og var þátttaka frá öllum hreppum nema Bæjar-
hreppi, sem um þær mundir átti í viðræðum við sveitarstjórnir í
Vestur-Húnavatnssýslu um að ganga inn í sameiginlegt sveitar-
félag með þeim. I viðræðum sveitarfélaganna í Strandasýslu
kom fljótlega fram að Kaldrananeshreppur hafði ekki áhuga
fyrir sameiningu við önnur sveitarfélög og dró sig því út úr við-
ræðunum. Að svo komnu máli þótti ekki nægur grundvöllur
fýrir áframhaldandi viðræðum og féllu þær því niður. Umræð-
um um sameiningu Bæjarhrepps við sveitarfélög í Vestur-Húna-
vatnssýslu lauk líka, án þess að úr samciningu yrði.
Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu íslands 1. desember
1997 er eitt sveitarfélag í Strandasýslu, Kirkjubólshreppur, með
íbúafjölda neðan við það 50 íbúa mark sem þarf til að reka sjálf-
stætt sveitarfélag. Ibúatala Kirkjubólshrepps var 49, en lög mæla
svo fýrir að hafí sveitarfélag haft íbúatölu undir 50 íbúa markinu
þrjú ár í röð beri félagsmálaráðuneytinu að sameina það öðru
sveitarfélagi. Vönandi tekst að fjölga íbúum Kirkjubólshrepps
svo þeir verði ekki þvingaðir í annað sveitarfélag af þessum
sökum.
Þó ekkert yrði af sameiningu sveitarfélaganna að þessu sinni
hafa þau þó samstarf á ýmsum sviðum. Ber þar hæst Sorpsamlag
17