Strandapósturinn - 01.06.1997, Qupperneq 22
lagt þriggja fasa rafmagn að höfninni. Á Hólmavík var lögð veg-
klæðning á norðurgarð hafnarinnar og við vigtarhús.
Á Hólmavík voru töluverðar vatnsveituframkvæmdir á vegum
hreppsins. Lögð var stofnlögn, 180 mm og 1 km löng, úr
Brandsskjólum að rækjuverksmiðju Hólmadrangs hf. Þessar
framkvæmdir kostuðu um 6 milljónir króna og gjörbreyta að-
stöðu við rækjuvinnsluna, en eftir stækkun rækjuverksmiðjunn-
ar var vatnið orðið takmarkandi þáttur við vinnsluna, því að
vatnsþörf verksmiðjunnar er gífurleg.
í Kirkjubólshreppi var gert stórt átak í fráveitumálum á veg-
um sveitarfélagsins, en þar voru grafnar niður rotþrær við alla
bæi. Einnig stóð hreppurinn fyrir rannsókn á neysluvatni á öll-
um bæjum í samvinnu við heilbrigðisfulltrúa Vestþarða.
I Broddaneshreppi var áframhald á sams konar rotþróaverk-
efni, sem hófst árið áður, en er ekki fulllokið.
Miklu varðar fyrir framtíð og hag sveitanna að þær geti skap-
að sér ímynd hreinleika og heilbrigðis í hvívetna, þar sem aðal-
viðfangsefni þar verða hér eftir sem hingað til matvælafram-
leiðsla, ásamt vaxandi þjónustu við ferðamenn. Þessar fram-
kvæmdir eru því bráðnauðsynlegar og í takt við tímann.
Sveitarstjóraskipti urðu hjá Hólmavíkurhreppi á árinu. Eins
og áður hefur komið fram lét Stefán Gíslason, sem verið hafði
sveitarstjóri síðan 1985, af störfum og fór til náms í umhverfis-
fræðum við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Nýr sveitarstjóri var ráð-
inn, Þór Örn Jónsson stjórnmálafræðingur. Þór Örn er Reykvík-
ingur, fertugur að aldri, stjórnmálafræðingur frá Háskóla Is-
lands og hefur stundað framhaldsnám í stjórnmála- og sþórn-
sýslufræðum við háskólann í Árósum í Danmörku. Sambýliskona
hans er Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, byggingararkitekt og hefur
hún nú verið ráðin í hlutastarf sem byggingarfulltrúi Hólmavík-
urhrepps.
Aðrar framkvæmdir: Lítið var um byggingaframkvæmdir á veg-
um einstaklinga á árinu. Þó var hafin bygging þriggja íbúðar-
húsa á Hólmavík. I Árnesi í Trékyllisvík lauk Valgeir Benedikts-
son við byggingu s.k. handverkshúss og hóf starfrækslu þess. Var
20