Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 29
ins var þó farið að gæta aukinnar eftirspurnar eftir pillaðri og
soðinni rækju, sem leiddi til minnkandi birgða og undir lok árs-
ins til lítilsháttar verðhækkana í vissum stærðum.
Verkfall landverkafólks á Vestfjörðum stóð yfir í 7 vikur á
tímabilinu apríl - júní. Það stöðvaði rækjuvinnslu Hólmadrangs
hf. á Hólmavík allan þann tíma, en rækjuvinnsluna á Drangsnesi
í um 2 vikur, þar sem samningar tókust við starfsfólk mun fyrr.
Eins og gefur að skilja hafði verkfallið mikil áhrif á rekstur fyrir-
tækisins.
Framkvæmdum við rækjuverksmiðju félagsins á Hólmavík
sem hófust á síðasta ári var haldið áfram á árinu og er nú verk-
smiðjan í alla staði vel búin til að sinna hlutverki sínu. A haust-
mánuðum voru svo verulegar endurbætur gerðar á rækju-
vinnslunni á Drangsnesi. I tengslum við þær framkvæmdir er
stefnt að því að ná fram sérhæfmgu og samvinnu milli rækju-
verksmiðjanna.
Rækjuverksmiðjurnar voru því ekki reknar með fullum afköst-
um á árinu. Þær breytingar sem ráðist hefur verið í hafa þó ver-
ið nauðsynlegar rekstrinum, þegar litið er til framtíðar. Rækju-
vinnsla fyrirtækisins á Hólmavík er nú viðurkennd af kröfuhörð-
ustu kaupendum rækjuafurða og er það farið að skila sér í
auknu verðmæti afurða og auðveldari afsetningu þeirra.
Hólmadrangur ST 70 fór 10 veiðiferðir á árinu, á bolfiskveið-
ar fyrstu tvær veiðiferðirnar, en var síðan á rækjuveiðum innan
landhelgi meginhluta ársins. I ágústmánuði fór hann eina veiði-
ferð í Smuguna í Barentshafi og var það fimmta árið í röð sem
þangað var sótt. Treglega aflaðist í Barentshafi þetta árið. Víkur-
nes ST 10 var gert út á rækjuveiðar meginhluta ársins. Fyrstu
mánuði ársins, meðan unnið var að breytingum í rækjuverk-
smiðjunni á Hólmavík, var skipinu þó beint á bolfiskveiðar og
var afli fluttur ferskur á erlendan rnarkað.
Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Hólmadrangi hf. á árinu.
Gústaf Daníelsson lét af störfum á miðju ári og fór til náms í
alþjóðaviðskiptum í Danmörku, en við tók Gunnlaugur Sighvats-
son frá Sauðárkróki. Gunnlaugur er sjávarútvegsfræðingur frá
Háskólanum á Akureyri.
27