Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 30
Mjög góð vertíð var hjá grásleppuveiðimönnum á Ströndum
vorið 1997. Gæftir voru með eindæmum góðar og veiðin með
betra móti. Allmargir aðilar fengust við söltun grásleppuhrogna
og mun láta nærri að saltað hafi verið í 1.100 tunnur. Verð á
hrognum var gott, 60-70 þúsund krónur fyrir tunnuna, þó hafði
það lækkað úr 90 þúsundum frá fyrra ári, en þá var toppverð.
Því miður er almennt til siðs að fleygja allri grásleppu sem
kemur úr sjó, nema hrognunum. Undantekning frá því er þó á
Drangsnesi, þar sem um tveir þriðju hlutar grásleppunnar koma
á land, en þar er meira en helmingur af henni hirtur og verkað-
ur. Markaður fyrir signa grásleppu virðist nægur.
Landaður afli 1997: Landaður afli í höfnum í Strandasýslu var
samtals 4.572.617 kg, auk grásleppu. A Norðurfirði var landað
332.634 kg, 325.757 kg af bolfiski og 6.877 kg af hörpudiski.
Hörpudiskurinn var veiddur í Ofeigsfjarðarflóa og fluttur til
Stykkishólms til vinnslu. A Drangsnesi var landað 646.009 kg,
8.225 kg af bolfiski og 637.784 kg af rækju og á Hólmavík
1.383.600 kg af bolfíski og 2.210.374 kg af rækju. Eftirtalin skip
og bátar lönduðu afla í höfnum í Strandasýslu ári 1997:
Skip Bolfiskur Rækja Hörpudiskur
Anna ST 8 18.807 kg
Ásbjörg ST 9 244.988 kg
Ásdís ST 37 142.065 —
Atli ST 72 9.675 —
Dínó HU 70 2.302 —
Díva ST 18 41.628 —
Dóri ST 42 68.879 —
Drangavík ST 160 26.387 —
Drúði ST 54 28.171 —
Dröfn RE 35 2.048 — 10.422 —
Fiskavík ST 32 34.357 —
Fönix ST 81 13.723 —
Guðmundur Gísli ST 23 35.819 —
Gunnhildur ST 29 63.699 —
Gunnvör ST 39 76.519 —
Gummi ST 31 22.208 —
Grímsey ST 2 1.384 — 71.645 —