Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 32
Sœbjörg ST 7
um margra ára skeið gert út rækjuveiðibát með sama nafni frá
Hólmavík, síðast 76 brl. eikarbát, sem nú var úreltur.
Þessi nýja Sæbjörg ST 7 er þannig til komin að þeir félagar
keyptu 102 brl. stálbát, sem smíðaður var á Akranesi 1967 og síð-
ast hét Júlíus ÁR 111 í Þorlákshöfn og létu breyta honum og
stækka í það form sem skipið er í nú. Breytingarnar voru gerðar
hjá Ósey hf. í Hafnarfirði. Þar var báturinn endursmíðaður nán-
ast frá grunni. Báturinn lengdist um 2 m og breikkaði frá miðju
og aftur úr, þar sem skutnum var slegið út. Þá var smíðaður á
bátinn nýr hvalbakur, ásamt peru, skipt um stefni að hluta og
dekk yfir lest var endurnýjað, ásamt böndum og bitum. Settur
var upp nýr toggálgi, ásamt bobbingarennum og skuthliði.
Krana, togvindum og grandaravindum er stjórnað þráðlaust úr
brúnni. íbúðir og aðrar vistarverur voru endurnýjaðar, allt tré-
verk rifið burt og nýtt sett í staðinn. I framskipinu var útbúin
klædd frystilest. Skipið er búið öllum fullkomnustu siglinga- og
fiskileitartækjum.
Hönnun og teikningar að breytingunum annaðist Fengur hf.
Breytingarnar kostuðu um 70 milljónir króna, en auk þess var
kaupverð Júlíusar AR 111 3 milljónir. Báturinn getur stundað
tog-, neta- og dragnótaveiðar.
30