Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 33
Ásdís ST 37
Skipstjóri á Sæbjörgu ST 7 og framkvæmdastjóri Höfðavíkur
ehf. er Guðmundur V. Gústafsson.
Þann 19. desember kom Ásdís ST 37 til heimahafnar á
Hólmavík eftir gagngerðar breytingar í Hafnarfirði. Ásdís ST 37
var 30 rúmlesta rækjubátur, en mældist eftir breytinguna 73
rúmlestir. Breytingarnar voru gerðar hjá Osey hf. í Hafnarfirði
og kom fjöldi verktaka að þeim. Hönnun, teikningar og eftirlit
með breytingunum annaðist Skipa- og véltækni ehf. í Keflavík.
Skrokkur skipsins var lengdur um 6 m, breikkaður um 1,20 m
og þilfarið hækkað um 0,5 m. Hvalbakur, stýrishús og innrétting-
ar eru nýjar. Spilkerfi bátsins var endurnýjað, lestar klæddar
með ryðfríu stáli og ryðfríu kælikerfi komið fyrir í lest. Raflagnir
og rörakerfi var endurnýjað að mestu. Báturinn er útbúinn til
tog-, línu- og netaveiða. Áætlaður kostnaður við breytingarnar
var um 45 milljónir króna.
Báturinn er eign Bassa ehf. á Hólmavík, sem er í eigu bræðr-
anna Ingvars, Birgis og Benedikts Péturssona og Daða Guðjóns-
sonar. Skipstjóri á Ásdísi ST 37 er Ingvar Pétursson, en fram-
kvæmdastjóri Bassa ehf. er Benedikt Pétursson.
31