Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 34

Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 34
Ferðamál og ýmsar uppákomur: Ýmislegt gerðist á árinu á sviði ferðamála í Strandasýslu. A vegum Héraðsnefndar Strandasýslu var unnið áfram að átaksverkefninu Ferðaþjónusta og þjóð- menning. Þar er unnið samkvæmt þriggja ára áætlun. Fyrsta sumarið, 1996, var fyrst og fremst unnið að uppbyggingu afþrey- ingar fyrir ferðamenn, en 1997 var höfuðáherslan lögð á bætta upplýsingaþjónustu á sviði ferðamála. Síðasta árið er svo áætlað að einbeita starfmu að markaðssetningu. Starfsmaður og frum- kvöðull verkefnisins hefur verið Jón Jónsson, þjóðfræðingur frá Steinadal. I júní var opnuð glæsileg upplýsingamiðstöð ferðamála í and- dyri félagsheimilisins á Hólmavík og var hún starfrækt út ágúst- mánuð. Þar var einnig til húsa sölubúð handverkshópsins Strandakúnstar og í Gallerí Tröppum sem einnig er í anddyri félagsheimilisins var opin sýning á smámyndum Dagrúnar Magnúsdóttur. I tengslum við opnun Upplýsingamiðstöðvarinn- ar var fjölmiðlafólki boðið í tveggja daga skemmti- og kynnisferð um Strandir. Sú ferð tókst mjög vel og hefur þegar skilað sýni- legum árangri. Áformað er að vinna að því að viðhalda gömlum þjóðleiðum á svæðinu, því það eru hentugustu gönguleiðir fyrir það fólk sem vill ferðast á þann máta og það skapar einnig tengingu við fortíð og sögu svæðisins. Þetta verkefni hófst með því að haldið var námskeið í vörðuhleðslu og komu þátttakendur víða að. A námskeiðinu var vörðuð upp gamla póstleiðin frá Bæ á Sel- strönd að Kaldrananesi. Einnig lögðu þátttakendur göngustíg við Hótel Laugarhól. I tilefni af 150 ára afmæli verslunarréttinda á Borðeyri var sett upp heilmikil mynda- og munasýning á Borðeyri þar sem saga þorpsins og verslunar þar var rakin og var hún opin í 10 daga í ágústmánuði. Dagana 15.-17. ágúst var svo efnt til veglegrar afmælishátíðar með fjölbreyttri dagskrá. Hátíðin tókst í alla staði vel og var fjölmenni mikið. Framkvæmdastjóri afmælishátíða- haldanna var Rakel Pálsdóttir. A árinu varð Prestbakkakirkja í Hrútafírði 40 ára. Var þess minnst með hátíðahöldum þann 15. júní. Síra María Agústsdótt- ir predikaði þá við messu í kirkjunni, síra Arni Sigurðsson á 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.