Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 34
Ferðamál og ýmsar uppákomur: Ýmislegt gerðist á árinu á sviði
ferðamála í Strandasýslu. A vegum Héraðsnefndar Strandasýslu
var unnið áfram að átaksverkefninu Ferðaþjónusta og þjóð-
menning. Þar er unnið samkvæmt þriggja ára áætlun. Fyrsta
sumarið, 1996, var fyrst og fremst unnið að uppbyggingu afþrey-
ingar fyrir ferðamenn, en 1997 var höfuðáherslan lögð á bætta
upplýsingaþjónustu á sviði ferðamála. Síðasta árið er svo áætlað
að einbeita starfmu að markaðssetningu. Starfsmaður og frum-
kvöðull verkefnisins hefur verið Jón Jónsson, þjóðfræðingur frá
Steinadal.
I júní var opnuð glæsileg upplýsingamiðstöð ferðamála í and-
dyri félagsheimilisins á Hólmavík og var hún starfrækt út ágúst-
mánuð. Þar var einnig til húsa sölubúð handverkshópsins
Strandakúnstar og í Gallerí Tröppum sem einnig er í anddyri
félagsheimilisins var opin sýning á smámyndum Dagrúnar
Magnúsdóttur. I tengslum við opnun Upplýsingamiðstöðvarinn-
ar var fjölmiðlafólki boðið í tveggja daga skemmti- og kynnisferð
um Strandir. Sú ferð tókst mjög vel og hefur þegar skilað sýni-
legum árangri.
Áformað er að vinna að því að viðhalda gömlum þjóðleiðum
á svæðinu, því það eru hentugustu gönguleiðir fyrir það fólk
sem vill ferðast á þann máta og það skapar einnig tengingu við
fortíð og sögu svæðisins. Þetta verkefni hófst með því að haldið
var námskeið í vörðuhleðslu og komu þátttakendur víða að. A
námskeiðinu var vörðuð upp gamla póstleiðin frá Bæ á Sel-
strönd að Kaldrananesi. Einnig lögðu þátttakendur göngustíg
við Hótel Laugarhól.
I tilefni af 150 ára afmæli verslunarréttinda á Borðeyri var sett
upp heilmikil mynda- og munasýning á Borðeyri þar sem saga
þorpsins og verslunar þar var rakin og var hún opin í 10 daga í
ágústmánuði. Dagana 15.-17. ágúst var svo efnt til veglegrar
afmælishátíðar með fjölbreyttri dagskrá. Hátíðin tókst í alla staði
vel og var fjölmenni mikið. Framkvæmdastjóri afmælishátíða-
haldanna var Rakel Pálsdóttir.
A árinu varð Prestbakkakirkja í Hrútafírði 40 ára. Var þess
minnst með hátíðahöldum þann 15. júní. Síra María Agústsdótt-
ir predikaði þá við messu í kirkjunni, síra Arni Sigurðsson á
32