Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 35
Blönduósi og síra Kristján Björnsson á Hvammstanga þjónuðu
fyrir altari og staðarpresturinn síra Agúst Sigurðsson flutti
kirkjudagsræðu. Organisti kirkjunnar Guðrún Kristjánsdóttir
stýrði söng sameinaðs kirkjukórs Prestbakka- og Staðarsókna.
Eftir messu var gengið í kirkjugarðinn, sem mjög hefur skipt um
svip og mót á undanförnum misserum og staðnæmst á hinum
forna kirkjugrunni. Þar hefur verið gert minningarmark, stein-
altari úr bergstuðlum úr Hlaðhamrinum og er á letrað: „Hér
stóð altari Bakkakirkju frá 11. öld til 1874“. Kjartan Ólafsson á
Hlaðhamri gaf til steinana og afhjúpaði minnismerkið. Síra
Agúst Sigurðsson flutti söguþátt um síðasta kirkjuhúsið á gamla
grunninum, en það reisti síra Sveinn Jónsson 1805. Á annað
hundrað manns sótti athöfnina og sat veislu og samkomuhátíð í
boði sóknarnefndarinnar í Borðeyrarskóla.
Nokkrar uppákomur eru að verða árvissir viðburðir á Strönd-
um. Þar ber hæst bryggjuhátíð á Drangsnesi. I ár var hátíðin
haldin þann 19. júlí og var þar í boði mjög fjölbreytt dagskrá.
M.a. var þar efnt til marhnútaveiðikeppni og ferða út í Grímsey.
Þá var opin yfirgripsmikil Ijósmyndasýning á gömlum myndum í
skólanum. Þar voru merkir kaflar úr sögu þorpsins raktir í
myndum og fjöldi mynda af íýrri íbúum staðarins. Síðast en ekki
síst var uppi fjölbreytt sýning á ýmsum smíðisgripum lista-
mannsins Jörundar Gestssonar frá Hellu. Þar gat að líta smíðis-
gripi allt frá bátum til hins fíngerðasta útskurðar.
Djúpavíkurhátíð er einnig orðin árviss atburður. Hún var
haldin í ágúst, var fjölsótt og með fjölbreyttri dagskrá.
Á Hólmavík hélt Kaffileikhúsið uppi leiksýningum á Café Riis
flest fímmtudagskvöld yfír sumarið. Sýnd voru leikritin Djúpa-
víkurævintýrið, Um skaðsemi áfengisins ogJóðlíf. Þá voru haldn-
ar galdrakvöldvökur á Café Riis, þar sem gestir voru fræddir um
galdrafár 17. aldar á Ströndum og meinta gagnsemi ýmissa
galdrastafa. Síðsumars var einnig haldin þjóðsagnakvöldvaka á
Hótel Laugarhóli.
Allmargar gönguferðir voru á dagskrá sumarið 1997, bæði
lengri og skemmri. Göngumenn höfu því við nóg að vera,
gengnar voru leiðirnar Djúpavíkurhringur, í kringum Kamb, frá
Gjögri og út undir Reykjaneshyrnu, Kálfaneshringur, fýrir Stiga,
33