Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 41
Búnaðarbankamót 1997 í heföbundinni skíðagöngu fór fram
á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Gengið var á Steingrímsfjarðar-
heiði og voru aðstæður góðar. Keppendur voru 24. Búnaðar-
bankinn lagði til verðlaun og þátttökuviðurkenningar, sem af-
hent voru við lok mótsins. I 15 km göngu karla var Birkir Þór
Stefánsson hlutskarpastur á 47,35 mín., í 7,5 km göngu karla
Halldór Olafsson á 29,21 mín., í 7,5 km göngu kvenna Signý
Olafsdóttir á 35,09 mín., í 5 km göngu kvenna Bryndís Sigurð-
ardóttir á 23,54 mín., í 2,5 km göngu kvenna Aðalheiður Ragn-
arsdóttir á 14,56 mín., í 5 km göngu drengja 13-16 ára Ulfar
Hjartarson á 19,20 mín., í 5 km göngu stúlkna 13-16 ára Sigríð-
ur E. Kristjánsdóttir á 25,14 mín. og í 2,5 km göngu drengja 12
ára og yngri Eggert Kristjánsson á 11,47 mín.
Til að halda skíðafólki í formi yfir sumarið gekkst Skíðaráð
Umf. Geislans fyrir sumartrimmi. Fólst það í því að í Söluskála
Esso lá frammi bók sem fólk gat skráð daglega útivist sína í hvort
sem hún var í formi göngu, skokks, hjólreiða eða annars. Skrán-
ingin fór fram frá maí til ágúst. A þeim tíma fóru 122 göngu-
garpar í 691 gönguferð.
Golfarar á Hólmavík stunduðu sína íþrótt á golfvellinum á
Skeljavíkurgrundum. Haldin hafa verið nokkur innanfélagsmót
og send sveit í Klúbbakeppni Vestfjarða með þokkalegum ár-
angri. Þá fékk golfklúbburinn leiðbeinanda, Arna Jónsson frá
Sauðárkróki, til að segja félögum til eina helgi.
Hvalrekar: Um miðjan júní varð þess vart að hvalreki hafði orð-
ið innanvert við Skreflur, hina fornu verstöð norðan Kaldbaks-
víkur. Þegar að var gætt kom í ljós að þarna haföi rekið fírna
mikinn hval, sem búinn var að velkjast þar í fjörunni og lagði af
illan fnyk. Talið var að þetta væri búrhvalur og var hann 16-17
metra langur. Þegar frá leið og landeigendur í Kaldbaksvík fóru
að vitja eignar sinnar á hvalrekanum þótti þeim sem nokkur van-
höld heföu orðið á tönnum hvalsins. Höföu margar þeirra losn-
að úr tannholdinu og lágu víðs vegar um fjöruna. Einnig var tal-
ið að einhverjir heföu orðið til að flýta þeirri þróun með tækj-
urn og tólum. Leitað var til lögregluyfirvalda um rannsókn á
39