Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 43
komu nokkrir möguleikar til greina, en það varð úr að Hvala-
miðstöðin á Húsavík keypti hann fyrir 100 þús. krónur og sendi
hvalaskoðunarskipið Moby Dick, sem áður var Djúpbáturinn
Fagranes, eftir honum þann 23. nóvember. A Húsavík var
hreinsað utan af beinum hvalsins, sem fengið hefur nafnið
Kjálkarýr, og ætlunin er að beinagrindin verði sett upp á safni
hjá Hvalamiðstöðinni. Beinin hafa nú verið grafin í hrossataði
og lögð að þeim hitaveitulögn til að fiýta fyrir rotnun allra leyfa
af holdi.
Það er í frásögur fært að hluta af því lýsi sem var í haus hvals-
ins, s.k. „hvalauka“, var tappað á ílát og reyndist hann vera um
200 lítrar. Hvalauki er eftirsótt efni og er þeirrar náttúru að
bræðslumark þess er mjög lágt, þannig að það frýs ekki fyrr en
við 40 stiga frost. Sagt er að það sé því notað til að smyrja nún-
ingsfleti sem eru í miklum kulda, t.d. í geimförum. Ekki mun þó
þessi hvalauki komast út í himingeiminn, en í ráði er að tappa
honum á smáglös til að selja ferðamönnum sem minjagripi.
Hér lýkur að segja frá hvalrekum og öðrum minnisverðum at-
burðum á Ströndum árið 1997.
41