Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 49
ins). Tæpri öld síðar var aðeins ein Steinríður á landinu, Þor-
geirsdóttir, 27 ára á Gullberastöðum í Lundarreykjadal. Með
henni hverfur mér þetta svipreista nafn.
Stígur er fornt norrænt nafn, miklu algengara og eldra í Dan-
mörku heldur en í Noregi, segir Lind, enda mun það austurnor-
rænt að upphafi og barst síðan til Noregs og Islands. Hingað á
það að hafa verið komið um 1300, og voru 16 á landinu öllu
1703. A 19. öld voru fáir, alltaf innan við 10. Einn var í Stranda-
sýslu 1801, Stígur Jónsson 12 ára, í Hvítuhlíð í Ospakseyrarsókn.
Nafnið lifir dágóðu lífi og kemur í'yrir í mörgum árgöngum
um okkar daga. Þeir segja að það hafi merkt göngumaður. En
því ekki sá sem reistur er og myndarlegur?
Sunnefa, áður Sunnifa, er komið úr gamalli ensku. Fyrri hlut-
inn er sun = sól, en hinn síðari sama og gift, þ.e. gjöf. Sunnefa
er „sólargjöf" og ekki bót að skrifa það með vaffi. Líklega eru
það áhrif frá nafninu Eva og sennilega einnig að e er komið fyr-
ir i.
Nafnið var miklu algengara í Noregi en á Islandi, „sent ock
sállsynt pá Island“ segir Lincl. Heilög Sunnifa var í Noregi um
1000, talin þangað flúin af Irlandi kristin konungsdóttir.
Arið 1703 báru 15 íslenskar konur nafnið Sunnefa (Sunnifa),
en hefur síðan heldur fækkað. Arið 1845 voru tíu, þar af ein í
Strandasýslu, Sunnefa Jónsdóttir 53 ára, Norðurfirði í Arnes-
hreppi. Nú sýnist mér nafnið í sókn hérlendis allra síðustu ára-
tugi, skírðar svo fimm 1985.
Sörin eða Sören barst til Islands á 19. öld, og voru hér fjórir
1801. Nú er seinni gerðin oftast höfð. Þetta nafn hefur um-
myndast úr latínu Severinus, en severus merkir alvarlegur. Sever-
inus var dýiiingur, kenndur við Köln, messudagur 23. október.
Arið 1845 báru sex Islendingar nafn þetta, þar af einn Stranda-
maður, niðursetningur af erlendum uppruna, en fæddur á ís-
landi. Nafnið lifir bærilegu lífi hér á landi enn þann dag í dag.
Teitur er fornt norrænt nafn og merkir glaður, skylt fornhá-
þýsku zeiz = viðmótsþýður. Upphafleg merking er þó talin bjart-
ur, og rótskylt er þetta tír = frægð, goðsheitinu Týr og lýsingar-
orðinu tcer. Teitur var mikið nafn í ætt Haukdæla.
Nafn þetta var nokkuð algengt hér á öldurn áður, alls 67 árið
47