Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 50
1703, en fór um hríð nokkuð fækkandi, einkum hlutfallslega.
Sjö menn báru þetta nafn í Strandasýslu 1703, en þar týndist
það um hríð á 18. öldinni.
Nafnið er í sókn í stuttnefnabylgju síðustu áratuga, sjö skírðir
Teitur 1985 til dæmis.
Valgeir er að líkindum ung samsetning. Engin gömul dæmi
fmnast um það, hvað þá forn. Arið 1845 var einn maður með
þessu nafni, Valgeir Magnússon átta ára, í Arnkötludal í Trölla-
tungusókn í Strandasýslu. Hann átti enn engan nafna 1855. En
svo sáu menn hvað þetta var gott nafn = „hinn ágæti geir“, og
1910 heitir 51 íslenskur karl nafninu, og hefur fjölgað jafnt og
þétt síðan. Nafnið er í talsverðri náð síðustu áratugi.
Venedía Jóhannesardóttir, 34 ára, er skráð á Melum í Arnes-
hreppi í Strandasýslu 1845. Ekki finn ég nöfnu hennar hér,
hvorki fýrr né síðar, né heldur veit ég hvernig svo framandi
nafni hefur skolað á land svo langt í norðri, en margt hétu skút-
urnar.
Nú má vera að nafnið þýði ekki annað en „sú frá Feneyjum“,
en Danir kalla þann stað Venedig. En fleira kemur til. I enskum
bókum er Venetia sagt vera latínun á velska nafninu Gwyneth.
Kona að nafni Venetia var fræg í Englandi af fegurð sinni.
Þórðbjörn hét einn Strandamaður 1801. Hann var ófeðraður,
en Guðrúnarson. Sú Guðrún var Eggertsdóttir, og engar vís-
bendingar um tilkomu nafnsins sem á sér enga hliðstæðu. Þórð-
björn Guðrúnarson átti heima á Þorpi í Fellssókn, fæddur 1799.
Niðurstöður
1) Nöfn Strandamanna 1703-1845 voru að miklum hluta af
germönskum uppruna, flest norræn og höfðu fylgt þjóð-
inni frá öndverðu. Þó lækkaði hlutfall germanskra nafna á
tímabilinu, úr 84,5% í 70% meðal kvenna og úr 87,8% í
70,6% meðal karla.
2) Allan tímann voru Guðrún og Jón langalgengust nöfn og
héldu vel velli. Sigríður efldist á kostnað Ingibjargar, og
Guðmundur skákaði Bjarna.
48