Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 63

Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 63
Segja má að allt undirbúningsstarfið hafi verið unnið í ung- mennafélagsanda, af hugsjón og ánægju án þess að greiðsla kæmi fyrir. Hvað var þá gert? Það voru settar upp þrjár sýningar í skólahúsinu á Borðeyri. Fyrst skal nefna sögusýningu, þar sem safnað var saman ljós- myndum frá liðnum tíma, þær stækkaðar og settar á veggi með sögulegum skýringartextum. Elstu myndirnar voru frá því um 1886 og svo allt til síðustu áratuga. Myndskeiðið spannaði um það bil 100 ár. Margar þessara mynda eru frá fýrstu áratugum þessarar aldar. Einnig voru uppi myndir frá stjórnendum land- símastöðvarinnar, sem var á Borðeyri frá 1908 til 1951 og mikið af myndum er tengjast skólastarfl barnaskólans. Einnig var sýning á gömlum munum er tengjast verslun og mannlífi á staðnum. Meðal annars voru gamlar verslunarbækur til sýnis, þær elstu frá dögum Félagsverslunarinnar við Húnaflóa. Þar var margan fróðleik að finna um verðlag þess tíma svo og um úttekt og innlegg hvers og eins viðskiptamanns. Byggðasafn- ið á Reykjum var afar vinsamlegt og greiðugt á að lána marga merkilega gripi. Eins var með Þjóðminjasafnið, þaðan komu gripir til sýningar og ber að þakka hve forystumenn safnanna voru þessu afmælissýningarhaldi velviljaðir. Þór Magnússon þjóðminjavörður heiðraði afmælishátíðina á Borðeyri með heimsókn einn daginn og þótti okkur það mikill fengur. Þriðja sýningin var yfirlitssýning á málverkum eftir Þorvald Skúlason listmálara, en hann var fæddur á Borðeyri. Við Hrút- firðingar viljum eigna okkur hlut í þessum frábæra listamanni og því urðu myndir hails fyrir valinu. Listaverkin voru fengin að láni hjá Listasafni Háskóla Islands og sett upp af starfsmanni þess. Eftir á að hyggja held ég að margir hafi gefið sér of skamm- an tíma til að skoða verk Þorvaldar Skúlasonar meðan þau voru til sýnis á Borðeyri. Það er göldrum líkast hvernig þessi snilling- ur hefur beitt penslinum, hvernig sumar mynda hans horfa á eftir manni eins og þær renni augum til og frá. Loks ber að nefna að handverkshópurinn Grúska, sem starfar 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.