Strandapósturinn - 01.06.1997, Blaðsíða 70
13. María Jóhannsdóttir frá Skeljavík í 1.-6. tbl. XXIII. árg. 1927.
14. Smáhamrahjónin (Björn Halldórsson og Matthildur Benediktsdótt-
ir) í 1.-7. tbl. XXIX. árg. 1933.
15. Guðmundur Einarsson frá Snartartungu í 1.-6. tbl. XXX. árg. 1934.
16. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra í 1.-6. tbl. XXXI. árg. 1935.
Ekki er nærri alltaf getið höfunda þessara greina (oftast eru
aðeins stafir), undantekning er þó um Jakob Thorarensen skáld.
Um hann voru birtar tvær greinar, sú fyrri 1914, eftir „Ritstj.“
(Þorstein Gíslason), og síðari greinin 1924 eftir Guðmund Gísla-
son Hagalín. Greinin um Guðjón Guðlaugsson er eftir Jak.
Thor. (Jakob Thorarensen skáld?), greinin um Þórð Sigurðsson
er eftirjón Guðnason, um Olaf Magnússon er Ijóð eftir Hallgr.
Jónsson, unr Maríu Jóhannsdóttur skrifar Gunnar Þorsteinsson,
Hallgrímur Jónsson yrkir um Guðmund Einarsson, og um
Tryggva Þórhallsson skrifar Þ.G. (Þorsteinn Gíslason?).
Hér verður birt eitt sýnishorn af þessum skrifum og valin til
þess fyrsta greinin sem er um Finn Jónsson á Kjörseyri en undir
henni standa stafirnir V.I.
Finnur Jónsson á Kjörseyri
Finnur Jónsson, bóndi á Kjörseyri við Hrútafjörð, er fæddur
18. maí 1842 á Stóruvöllum í Rangárvallasýslu. Faðir hans var
Jón prestur Torfason (dáinn 1848) prófasts Jónssonar prests í
Hruna 1767-1797, Finnssonar biskups og Vilborgar Jónsdóttur
prests frá Gilsbakka. Móðir Finns var Oddný Ingvarsdóttir
bónda á Skarði í Landssveit.
Atta ára gamall fluttist Finnur að Laugardalshólum í Arnes-
sýslu ásamt móður sinni og Ragnhildi systur sinni, til Ingvars
bróður síns, er þar bjó. Eftir dauða Ingvars, 1859, fluttist hann í
Hafnir suður til Magnúsar bróður síns, er þar bjó og er enn á lífi
[1907]. Arið 1864 fluttist Finnur norður í Strandasýslu, að Litlu-
Hvalsá í Hrútafirði, með þeim hjónum Sigurði sýslumanni Sverr-
issyni og Ragnhildi systur sinni; hjá þeim dvaldi hann þar til árið
1869, að hann kvæntist Jóhönnu dóttur Matthíasar óðalsbónda
68