Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 74
Pétnr Jónsson frá
Súluvöllum á Vatnsnesi:
Klénsmiður
Þorsteinn á
örvogi
23 Agúst klukkan 12 á Kjörvogi, sama árið og í firra dag, þegar eg
skrifaði þjér hinn húsamiðann og á þessi að vera framhald „viðbætir“
við hann ... Autobjograffja Þ. Þ.s. frá 1863 til 1868. Eg kom hingað,
„eins og þjer var kunnugt“ fátækur og skuldugur urn nær 100 rd í
lOundu viku sumars að koti þessu niður níddu með 4 börn kvar við
hafa bætst 2 og það þriðja á leiðinni, þá birjaði eg first á að biggja
smiðjuna, og var hún kominn upp fyrir slátt sem þá var birjaður 13 v.
af sumri. Jörðina varð eg að taka með 11 rd. ofanálægi (og þókti of
hart út tekið eptir sveitarmóð hjer). Þá átti eg af peníng 27 ær, 15
gjemlinga, 4 hesta, 2 kír, til sjáarútvegs 5 manna far og 6 fiskilóðir.
Árið eptir keipti eg 2 viðarfarma, seldi annan fyrir kú og penínga
fluttann á Þingeirasand þar eg hafði mist aðra kúna um veturinn. Það
sama vor bigði eg fjós grjótkvíar og tveggjastafagólfa skjemmu við sjó-
inn og vatnsmill. næsta vetur keipti eg skip og þar tilheyrandi hákalla
útveg. „áður var eg búinn að kaupa fiskibát,“ þá um vorid bigdi eg
fjárhús keypti viðarfarm á skip mitt og Eldividarfarm annann. Ruddi
vör með mikillri fyrirhöfn og hlóð 15 fadma lángann gard fyrir kletta-
tánga er eg ætlaði að koma ædarvarpi í en hefur alveg mislukkast ...
Svo skrifaði Þorsteinn Þorleifsson bóndi og smiður á Kjörvogi
í Arneshreppi í bréft til vinar síns, Torfa Bjarnasonar í Olafsdal,
í síðari hluta ágústmánaðar - líklega árið 1868 þótt hann geti
þess ekki, en Torfi var þá á Þingeyrum hjá Asgeiri Einarssyni
72