Strandapósturinn - 01.06.1997, Page 90
ur var gott, því sem næst logn og urðum við því að róa alla leið-
ina. Sóttist okkur ferðin eðlilega. Það var orðið áliðið dags þeg-
ar við komum á Kúvíkur. Bárum við sjúklinginn heim til Krist-
mundar læknis. Fengum við þar einhverja hressingu. Að því
loknu lögðum við af stað heim. Ætlunin var að fara aftur til
Ofeigsfjarðar ef veður leyfði. Rérum við út á Reykjarfjörð. En
þegar við komum utar á fjörðinn var farið að kæla af norðaust-
an og þyngdi það róðurinn.
Það kom eðlilega í hlut Finnboga að ákveða um framhald
ferðarinnar. Leist honum ekki á að berja út fyrir Gjögur og fyr-
ir Ströndina til að komast undir segl og sigla síðan í náttmyrkri
annað hvort til Norðurfjarðar eða fyrir Krossnesfjall til Ofeigs-
fjarðar. Varð það úr að hann lagði ekki í það og lentum við því
á Kjörvogi. Settum bátinn vel undan sjó og síðan var gengið til
gistingar á Kjörvogi hjá Magnúsi bróður Finnboga og Guðrúnu
konu hans. Attum við þar góða nótt eftir erfiði dagsins. Það man
ég sérstakt frá þeirri gistingu að þau Magnús og Guðrún tóku
yfirsængina úr sínu rúmi til þess að búa upp rúm fyrir okkur
stráklingana. Sjálf lágu þau undir teppi - brekáni - og hjúfruðu
sig hvort að öðru til að halda á sér hlýju. Mér fannst þetta svo
sérstakt og hefi oft hugsað til þess, að slíkt mundu fáir hafa gert.
Svo einstök var umhyggja þeirra fyrir okkur, sem vorum orðnir
allþreyttir eftir erfiði dagsins.
Veður hafði gengið upp um nóttina og var komið vonskuveð-
ur morguninn eftir. Það var þar með útséð að við kæmumst á
bátnum heim í Ofeigsfjörð. Við settum bátinn hærra og gengum
frá honum svo honum væri óhætt. Við héldum svo heimleiðis
gangandi. En hér skall hurð nærri hælum, að koma sjúklingn-
um undir læknishendur. - Næsta hálfa mánuðinn var veðri svo
háttað að útilokað var að fara á báti þessa leið. Við skildum
Heppinn þarna eftir. Síðar um veturinn tókst að koma honum
heim. Það er af Pétri að segja að hann lá nokkuð lengi á Kúvík-
um. En Kristmundi tókst að lækna meinsemd hans, sem var
graftarígerð inn með endaþarmi og ill viðureignar. - Eg held að
hann hafi komist heim fyrir jól og náði sér alveg eftir þetta. - En
ef okkur hefði ekki gefið þennan dag, er óvíst hvernig farið
hefði. Hér var gifta í verki með okkur og öllum sem að þessu
88