Strandapósturinn - 01.06.1997, Side 97
Ef ég fœri út. að góna
ég þá sœi á holtinu
Boga litla, báða Skjóna
Blesu, Rauðku og Hrímföxu.
Ein vísa var um það þegar Helga Sakaríasdóttir, langamma,
var að fara í fjósið og þrjú af börnum þeirra.
Seinkar þeim sem fóru í fjós
jyrst kom Gunna hingað.
Svo kom mamma, svo kom Ijós.
Svo kom Bogi og Inga.
Skrifaða bók (sem nú er á Landsbókasafni) gaf langafl afa, en
neðst á síðustu blaðsíðu skrifaði hann vísu:
Hér eru fögur heilrœði,
hvergi til svo ég viti,
utan þessi. Eigandi
að þeim verði Finnbogi.
Ekki leit út fyrir að það ætti eftir að rætast að afí yrði föð-
ursellistoð, þegar þau afi og amma, Valdís Sæmundsdóttir, ætl-
uðu til Ameríku með mömmu tveggja ára.
Þau voru búin að selja eða leigja bústofninn nema eina
hryssu. Þá var gamla manninum öllum lokið og orti:
Angur bíta, angur bíta
eg mig jafnan finn.
Forlög slíta, forlög slíta
frá mér Boga minn.
En af þessari ferð varð þó ekki, og voru þau tvö ár að Kirkju-
bóli, næsta bæ, en þessi ár bjuggu á Klúku, Ingibjörg systir afa
og Friðrik Magnússon. En þá fór afi og fjölskyldan aftur að
Klúku, eftir það skildi hann ekki við foreldi'ana. Arið 1896 þeg-
ar mamma var 11 ára (f. 1885) var nýr bær byggður, hann stóð
95