Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1997, Síða 100

Strandapósturinn - 01.06.1997, Síða 100
honum vænt um það því að hún var létt undir árum og líka ágæt að sigla henni eins og einkenndi þessar norsku skektur. Ég fékk hjá Guðbrandi skektu sem hann átti og svo hjálp frá honum til að draga lóðirnar sem ég átti í sjó. Ég get þess hérna, að þegar við fórum að draga lóðirnar var bersýnilegt að allur fiskur var farinn. Við fengum aðeins örfá ýsusíli. Það var komið nálægt hádegi þegar þeir voru tilbúnir að fara, svo að það var ekki við að búast að þeir kæmust alla leið inn að Reykjum um kvöldið. Þeir réru á tvær árar hvor og miðaði vel áfram út úr Steingrímsfirði, austur með Gálmaströnd og yfir Kollafjörð. Þegar þeir komu austur fýrir Ennishöfðann fengu þeir hægan mótvind af suðri. Tóku þeir barning inn með höfð- anum að Skriðnesenni og hvíldu sig þar um stund og þáðu veit- ingar hjá húsbændunum, þeim Jóni Lýðssyni og Steinunni Guð- mundsdóttur. En þótt drjúgur spölur væri að baki vildu þeir komast lengra og þáðu því ekki gistingu. Tóku þeir aftur til ár- anna og börðu fýrir Bitruþörð yfir að Skálholtsvík. Þar gistu þeir um nóttina hjá Jóni Magnússyni og Guðrúnu Grímsdóttur. Enn var löng leið ófarin að Reykjum. Morguninn eftir var komið logn og ágætisveður. Vel hvíldir eftir góða gistingu hófu þeir að róa síðasta áfangann suður eftir hinum óralanga Hrútafirði. Náðu þeir inn að Reykjaskóla um miðjan dag, luku erindum sínum og gistu þar næstu nótt. Þeim þótti ánægjulegt að gista á Reykjum. Snemma morguninn eftir fóru þeir á stað frá Reykjum og ætl- uðu að halda alla leið heim þann dag, sem þeir og líka gerðu, enda var sama ágætis veðrið. Eitthvað gátu þeir notað segl, sem létti þeim róðurinn og hraðaði för þeirra. Það var tekið að skyggja en þó ekki komið kolamyrkur þegar þeir lentu hér í Naustavíkinni um kvöldið. Þá var nú þessi langa ferð á enda og gat ekki gengið betur því veðrið lék við þá. Frá henni er ekki sagt vegna þess að þetta þætti nein sérstök frægðarför, heldur til að sýna það, hvað menn lögðu mikið á sig í þá daga án þess að hika, ef þörf krafði. Ann- ars gat þetta auðveldlega orðið glæfraför hin mesta ef óveður hefði skollið á þá á leiðinni, hvort heldur hefði verið landátt eða hafátt, því leiðin frá Smáhömrum í Steingrímsfirði og inn fýrir 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.