Strandapósturinn - 01.06.1997, Síða 103
kvœmdum hjá mér. Sat þetta þó nokkuð ríkt í mér, en ég vissi svo lítid
hvaS ad baki lá.
Svo var þad er húnvetnskir bændur og konur heimsóttu okkur Árnes-
hreþpsbúa haustid 1989 ab ég sat til borðs með þremur aðkomumönn-
um. Einn þeirra var Olafur Pálsson á Ytri-Björgum á Skagaströnd.
Ræddum við um eitt og annað. Meðal annars gat ég þess, að líklega
byggi ég einn þálifandi manna yfir frásögn af Guðjóni Einarssyni og
Lilju Pétursdóttur konu hans, sem flutt hefðu héðanfyrír meira en 100
árum að Harrastöðum. Kom það þá uþp að Ólafur kunni skil á sög-
unni og gat miðlað mér nokkurrí, viðbót við það sem ég áður vissi. Hélt
hann jafnvel að einhversstaðar værí, að finna skráðar heimildir í ein-
hverjum sagnaritum húnvetnskum. Þótti mér þar bera vel í veiði og bað
hann atliuga það og láta mig vita ef hann fyndi eittlivað um þetta. Tal-
aði. ég við liann síðar, en honum hafði ekki tekist að hafa uþþ á því.
Svo er um aðra eftirgrennslan mína að h.ún hefur lítinn eða engan
árangur borið. Verður því að sitja við það sem ég vissi að því viðbættu
sem Olafur sagði mér. Því skal þó ekki gleyma að fyrír tilverknað Ólafs
á Björgum fékk éggóðar uþþlýsingar um þœr þersónur sem þessi frásögn
snýst um frá sonarsyni þeirra, Sigfúsi Andréssyni. Fékk ég gott bréffrá
honum og uþþlýsingar.
Verður þessi formáli því ekk.i lengrí. En hann er færður í letur 18.
seþtember 1995 að afloknum hádegisblundi.
Aður en ég hef frásögn mína af atburði þessum sem gerðist
fyrir um það bil 110 árum langar mig að gera nokkra grein fyr-
ir þeim persónum sem þar koma við sögu. Hverrar ættar þau
eru og hvaðan þær komu hingað í Arneshrepp.
Arið 1825-1834 bjuggu að Vatnshorni í Þiðriksvalladal við
Steingrímsfjörð hjónin Jón Pálsson, f. 17. júlí 1798, og kona
hans Ástríður Jónsdóttir frá Bólstað í Steingrímsfirði. Astríður
var systir Olafs Jónssonar Halldórssonar, bónda á Bólstað, föður
Jóns bónda á Eyri í Arneshreppi, föður Valgeirs í Norðurfirði,
föður þess sem þetta ritar.
Svona í framhjáhlaupi langar mig að geta þess, að ég held
mig hafa komist á snoðir um að Þorbjörg Þorsteinsdóttir, móðir
Astríðar á Vatnshorni og Olafs á Bólstað, hafi verið dótturdóttir
Tindala-Yma, sem var kunn þjóðsagnapersóna á sinni tíð fyrir
101