Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 28
keyra. Síðan dettur allt í dúnalogn jafn skyndilega. Hér var það,
sem Onundur tréfótur [reyndar var það Eiríkur snara] tók sér
bólfestu. Hann hefír haft glöggt auga íyrir góðum landkostum,
gamli maðurinn, og ekki látið stórhrikalega náttúru eða strjál-
býli aftra sér frá að setjast hér að. Ef hann gæti nú litið upp úr
gröf sinni, þyrfti hann ekki að kvarta yfir neinu í sambandi við
siglingaleiðir til Norðurfjarðar, þar hefir ekki verið hreift við
neinu með litla fingri. Það hefði nú mátt æda að reglubundnar
skipaferðir til Norðurfjarðar hefðu verið látnar haldast í hendur
við bættar skipaleiðir þangað, en það er nú eitthvað annað. Ljós-
ið í badstofuglugga Ásgeirs bónda Guðmundssonar er það eina, sem
leiðbeinir skiþum inn á Norðurfjörð. “ Vart verður aðstæðunum bet-
ur lýst.
Fremst á Krossnesi var einhverntíma settur niður viti. Stein-
steyptur stöpull, sem enn sést, er til vitnis um þetta. Vitahúsið
var lengi geymt í Pakkhúsinu á Norðurfirði en er nú glatað. Það
var grænmálað, sennilega metri á hæð og um 50 sm á kant.
Hluti af húsinu var hvítt gler og hefur þar inn í verið komið fyrir
olíulukt eða einhveiju slíku Ijóskeri. Engar heimildir er nú til-
tækar um hvenær þessi viti var í notkun, þó steyptar undirstöð-
ur geti sagt sína sögu. Vitinn á Selskeri var byggður 1943. Hins
vegar var ekki kveikt á honum fyrr en 1947, þar sem erfitt var að
fá ljósker í vita á stríðsárunum og næstu ár þar á eftir.
Oft var það í norðaustan áttum og hríðarveðrum að vetri til
að legið var undir Grænuhlíð í Isafjarðardjúpi eða á Aðalvík og
betra veðurs eða birtu beðið. Það var enginn barnaleikur að
sigla fyrir Hornstrandir og eiga fyrir höndum að sigla inn í
Húnabugt og taka svo firðina við vestanverðan flóann við þessar
aðstæður.
En hvernig sem þetta gekk nú allt fýrir sig reyndu farþegarn-
ir að skemmta sér og stytta dagana eftir föngum þó sjóveikin
setti oft strik í reikninginn. Ekki var heldur neitt sældarbrauð
hjá farþegum sem urðu að gera sér að góðu að „vera í lest.“ Það
var sungið, spilað, kveðnar rímur, sagðar [draugajsögur og jafn-
vel henti það að börn komu óvænt undir. Söngvarar og kvæða-
menn voru sérlega vinsælir og eins þeir sem spiluðu á hljóðfæri.
I minningunni voru þessar ferðir með því skemmtilegasta, sem
26