Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 29

Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 29
fólk liafói upplifað. Einhverjum varð legan undir Grænuhlíð til- efni að þessari vísu: Hart þó geysi hríðin stríð hef ég í minni langa tíð unað þann og atlot blíð, sem átti ég undir Grœnuhlíð. Það er til marks um þá virðingu, sem skipunum og áhöfnum þeirra var sýnd, að alltaf var flaggað á Tanganum með íslenska fánanum meðan skipin stóðu við. Þessi siður hélst fram á miðja 20. öldina en lagðist þá af. Þegar skipin komu inn á fjörðinn heilsuðu þau nreð því að flauta, eitt langt flaut. Til að gefa til kynna hversu langt væri til brottfarar skipsins var skipsflautan einnig notuð. Fyrsta flaut, sem var eitt langt og eitt stutt, þýddi að klukkutími væri til brottfarar, eitt langt og tvö stutt var flaut- að þegar hálftími var eftir og að lokum var flautað eitt langt og þrjú stutt og var nokkurs konar kveðja og var þá sagt að „flautað hefði verið til brottfarar. “ Mjög var það misjafnt hvar skipin vörpuðu akkerum. Sumir skipstjórarnir lögðust langt út á firði, jafnvel á rnóts við Bergið. Aðrir „lögðust vel“ sem kallað var, þ.e. beint fram af Tanganum og svo nálægt landi sem óhætt var. Það hafði auðvitað mikil áhrif á bringinguna „hvernig skipin lögðust,“ sérstaklega í misjöfnum veðrum. Það voru skipstjórarnir sem réðu þessu. Mátti jafnvel þekkja hver skipstjórinn var á því hvar skipið lagðist. Með samskiptum við áhafnir skipairna mynduðust ákveðin tengsl milli skipverjanna og þeirra sem unnu við bringinguna. Fyrst og fremst þeirra, sem oftast voru „í bát.“ Þetta á sérstaklega við um áhafnir strandferðaskipanna. Þau komu oftast og sömu mennirnir voru oft í áratugi á sama skipi. Ohætt er að segja að þessi samskipti hafí stundum leitt til góðs kunningsskapar. Það var ekki óalgengt að skipverjarnir, sérstaklega hásetarnir, gerðu heimamönnum ýmsan greiða, t.d. með því að taka pakka [sem var bannað] til frænda eða vinar á öðrum höfnum eða að út- rétta lítilsháttar í Reykjavík. Þeim var svo launað á einhvern hátt í staðinn. 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.