Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 29
fólk liafói upplifað. Einhverjum varð legan undir Grænuhlíð til-
efni að þessari vísu:
Hart þó geysi hríðin stríð
hef ég í minni langa tíð
unað þann og atlot blíð,
sem átti ég undir Grœnuhlíð.
Það er til marks um þá virðingu, sem skipunum og áhöfnum
þeirra var sýnd, að alltaf var flaggað á Tanganum með íslenska
fánanum meðan skipin stóðu við. Þessi siður hélst fram á miðja
20. öldina en lagðist þá af. Þegar skipin komu inn á fjörðinn
heilsuðu þau nreð því að flauta, eitt langt flaut. Til að gefa til
kynna hversu langt væri til brottfarar skipsins var skipsflautan
einnig notuð. Fyrsta flaut, sem var eitt langt og eitt stutt, þýddi
að klukkutími væri til brottfarar, eitt langt og tvö stutt var flaut-
að þegar hálftími var eftir og að lokum var flautað eitt langt og
þrjú stutt og var nokkurs konar kveðja og var þá sagt að „flautað
hefði verið til brottfarar. “
Mjög var það misjafnt hvar skipin vörpuðu akkerum. Sumir
skipstjórarnir lögðust langt út á firði, jafnvel á rnóts við Bergið.
Aðrir „lögðust vel“ sem kallað var, þ.e. beint fram af Tanganum
og svo nálægt landi sem óhætt var. Það hafði auðvitað mikil áhrif
á bringinguna „hvernig skipin lögðust,“ sérstaklega í misjöfnum
veðrum. Það voru skipstjórarnir sem réðu þessu. Mátti jafnvel
þekkja hver skipstjórinn var á því hvar skipið lagðist.
Með samskiptum við áhafnir skipairna mynduðust ákveðin
tengsl milli skipverjanna og þeirra sem unnu við bringinguna.
Fyrst og fremst þeirra, sem oftast voru „í bát.“ Þetta á sérstaklega
við um áhafnir strandferðaskipanna. Þau komu oftast og sömu
mennirnir voru oft í áratugi á sama skipi. Ohætt er að segja að
þessi samskipti hafí stundum leitt til góðs kunningsskapar. Það
var ekki óalgengt að skipverjarnir, sérstaklega hásetarnir, gerðu
heimamönnum ýmsan greiða, t.d. með því að taka pakka [sem
var bannað] til frænda eða vinar á öðrum höfnum eða að út-
rétta lítilsháttar í Reykjavík. Þeim var svo launað á einhvern hátt
í staðinn.
27