Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 42
um skemmt bak að launum auk kaupsins. Reyndar var sú við-
miðun notuð, í gamni og alvöru, að þegar unglingar gátu borið
200 punda poka ættu þeir rétt á fullu kaupi, en kaup var alltaf
greitt fyrir vinnu í bringingu. Ekki var óalgengt að menn reyndu
krafta sína og þeir burðarmeiri öxluðu 50 kg poka. Til var að
menn öxluðu 100 kg síldarmjölspoka og bæru þá jafnvel fyrir
framan sig upp í geymslu.
Eitt var það verkfæri sem notað var við uppskipunina. Það
voru handbörur sem tveir menn notuðu saman. A þeim voru
bornir naglakassar og ýmis annar varningur sem kom í kössum,
og ekki var með góðu móti hægt að bera á bakinu eða fyrir fram-
an sig. Þannig gekk uppskipunin - allt var borið á bakinu eða á
annan hátt. Erfiðast var þetta líklega þegar lent var út í Vog.
Steinolía sem notuð var til ljósa og annarra þarfa kom í „olíu-
fötum,“ sem voru 200 lítrajárntunnur, [líka kallaðar prommur].
Olíufötin voru víðari um miðjuna og mjókkuðu til endanna.
Onnur gerð var sú að „fötin“ voru jafn víð um miðjuna og til
endanna en þau höfðu tvær efnismiklar gjarðir. Til að ná olíu-
fötunum upp úr bátunum var notað svokallað „skrúftóg“, sem
var þannig útbúið að annar endinn á tveimur hæfílega löngum
köðlum voru settir fastir á bryggjunni; því næst var bugtinni á
köðlunum brugðið undir olífötin í bátnum og síðan togað í
lausa endann og „fatinu“ rúllað þannig upp á bryggjuna. Síðan
var þeim velt á sinn stað í landi.
Framan af öldinni kom sement til landsins í tunnum. Ekki get
ég sagt hvað þungar þær voru. Síðar tóku 50 kg bréfpokar við.
Salt kom venjulega í sérstökum skipum, og var því mokað í poka
um borð í skipunum og vigtað þar. Eftir að salthúsið upp af
bryggjunni var byggt voru fengin síldarmál frá Djúpuvík, og salt-
inu mokað í þau og sturtað lausu í bátana og mokað úr þeim
upp á bryggju og síðan keyrt í hjólbörum í salthúsið. Kolaflutn-
ingur til Norðurfjarðar var lítill en jókst eftir því sem á leið. Kol-
in komu með sérstökum skipum eins og saltið. Þegar hafnarað-
staðan batnaði var viðhöfð sama aðferð við kolin og saltið og
síldarmálin. Samhliða því að vegasamband innan sveitarinnar
batnaði voru kolaskipin affermd á Ingólfsfirði.
Ekki var óalgengt að hestar og kýr væru keyptar í öðrum sveit-
40