Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 62
[Nora og Lyra] og siglingarnar til annarra landa, auk Thorefé-
lagsins, [Sterling og Isafold], sem samið var við aftur, fyrst og
fremst vegna reiði í garð Sameinaða. I febrúar 1914 var samn-
ingur gerður við Eimskip um strandferðirnar og tók það við
þeim í apríl 1916 en þá voru samningarnir við Bergenska og
Thorefélagið útrunnir.
Fljótlega eftir stofnun Eimskips samdi það um smíði tveggja
skipa, sem hlutu nöfnin Gullfoss og Goðafoss, sem kunnugt er.
Komu bæði skipin til landsins 1915. Var skipunum ákaft fagnað
af landsmönnum, sem mærðu þau í ljóðum og lausu máli. „Suð-
urlandsskipið,“ Gullfoss var 1414 brl og hafði rúm fyrir 74 far-
þega. „Norðurlandsskipið,“ Goðafoss var 1374 brl, og hafði rúm
fyrir 56 farþega. Goðafoss kom í fyrsta sinn til íslenskrar hafnar
á Djúpavogi 28. júní 1915. A leið sinni til Reykjavíkur sigldi
Goðafoss norður og vestur um land og kom við á áætlunarhöfn-
um. Er af þeirri ferð eftirfarandi saga: A Akureyri, sem annars
staðar, var tekið á móti skipinu með mikilli viðhöfn. Bæjarbúar
voru ekki einungis að fagna hinu nýja skipi þjóðarinnar heldur
einnig að fagna syni bæjarins, skipstjóranum, Júlíusi Júliníussyni
[seinni kona hans var Kristín Katrín Söebeck frá Reykjarfirði],
sem hafði hleypt heimdraganum við lítil fararefni, en var nú
þarna í brúnni á þessu nýjasta kaupskipi þjóðarinnar. Frá Akur-
eyri hélt skipið vestur um. Húnaflói var fullur af ís. A Ströndum
og við innanverðan Húnaflóa ríkti orðið algjör skortur á margs-
konar nauðsynjum, því skip höfðu ekki komið þar að landi síð-
an í október árið áður. Goðafoss komst klakklaust inn á Blöndu-
ós og var þar 2. júlí. Meðan var verið að losa skipið þar dundu
bænar- og áskorunarskeyti yfir skipstjórann um að reyna með
einhverju móti að koma fólkinu við innan- og vestanverðan
Húnaflóa til bjargar. Það lætur að líkum að þetta hafi verið
metnaðarmál. A öllum skipum sem snúið höfðu frá, voru dansk-
ir skipstjórar. Fyrir Goðafossi réði Islendingur, sá fyrsti sem kom
á þessar hafnir stýrandi íslenskri gnoð. Hann afréð að leggja
skipi sínu í ísinn. Nóttin var björt og Goðafoss þræddi vakir og
þrengdi sér milli jaka. Það tók skipið ellefu klukkustundir að
komast frá Blönduósi til Hvammstanga. Ekki hafði lengi verið
legið á Hvammstanga, þegar ísinn tók að ryðjast til hafs. Akker-
60