Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 62

Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 62
[Nora og Lyra] og siglingarnar til annarra landa, auk Thorefé- lagsins, [Sterling og Isafold], sem samið var við aftur, fyrst og fremst vegna reiði í garð Sameinaða. I febrúar 1914 var samn- ingur gerður við Eimskip um strandferðirnar og tók það við þeim í apríl 1916 en þá voru samningarnir við Bergenska og Thorefélagið útrunnir. Fljótlega eftir stofnun Eimskips samdi það um smíði tveggja skipa, sem hlutu nöfnin Gullfoss og Goðafoss, sem kunnugt er. Komu bæði skipin til landsins 1915. Var skipunum ákaft fagnað af landsmönnum, sem mærðu þau í ljóðum og lausu máli. „Suð- urlandsskipið,“ Gullfoss var 1414 brl og hafði rúm fyrir 74 far- þega. „Norðurlandsskipið,“ Goðafoss var 1374 brl, og hafði rúm fyrir 56 farþega. Goðafoss kom í fyrsta sinn til íslenskrar hafnar á Djúpavogi 28. júní 1915. A leið sinni til Reykjavíkur sigldi Goðafoss norður og vestur um land og kom við á áætlunarhöfn- um. Er af þeirri ferð eftirfarandi saga: A Akureyri, sem annars staðar, var tekið á móti skipinu með mikilli viðhöfn. Bæjarbúar voru ekki einungis að fagna hinu nýja skipi þjóðarinnar heldur einnig að fagna syni bæjarins, skipstjóranum, Júlíusi Júliníussyni [seinni kona hans var Kristín Katrín Söebeck frá Reykjarfirði], sem hafði hleypt heimdraganum við lítil fararefni, en var nú þarna í brúnni á þessu nýjasta kaupskipi þjóðarinnar. Frá Akur- eyri hélt skipið vestur um. Húnaflói var fullur af ís. A Ströndum og við innanverðan Húnaflóa ríkti orðið algjör skortur á margs- konar nauðsynjum, því skip höfðu ekki komið þar að landi síð- an í október árið áður. Goðafoss komst klakklaust inn á Blöndu- ós og var þar 2. júlí. Meðan var verið að losa skipið þar dundu bænar- og áskorunarskeyti yfir skipstjórann um að reyna með einhverju móti að koma fólkinu við innan- og vestanverðan Húnaflóa til bjargar. Það lætur að líkum að þetta hafi verið metnaðarmál. A öllum skipum sem snúið höfðu frá, voru dansk- ir skipstjórar. Fyrir Goðafossi réði Islendingur, sá fyrsti sem kom á þessar hafnir stýrandi íslenskri gnoð. Hann afréð að leggja skipi sínu í ísinn. Nóttin var björt og Goðafoss þræddi vakir og þrengdi sér milli jaka. Það tók skipið ellefu klukkustundir að komast frá Blönduósi til Hvammstanga. Ekki hafði lengi verið legið á Hvammstanga, þegar ísinn tók að ryðjast til hafs. Akker- 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.