Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 64
og Borg, 831 brl., ætluð til millilandasiglinga (hvorugt þeirra
hafði rúm fyrir farþega). Þessi skip komu oft við á höfnum víðs-
vegar um landið. Var Eimskip falin útgerðarstjórn skipanna.
Árið 1921 kom nýr Goðafoss, 1211 brl., og hafði rúm fyrir 67
farþega. Hann var frá byijun í föstum áætlunarsiglingum milli
Djúpavogs, Kaupmannahafnar, Leith og til Djúpavogs, síðan
strandferð um Austfirði og Norðurland til Norðurfjarðar. Skipið
kom við á öllum höfnum. A Norðurfirði snéri skipið við og fór
sömu leið til baka. Arið 1927 tók Lagarfoss við ferðunum sem
Goðafoss hafði verið í og annaðist þær til 1940 að sigling til
Norðurlandanna lokaðist vegna heimsstyrjaldarinnar síðari.
Þann 1. maí 1922 strandaði Sterling, í þoku, utan við Brimnes
í Seyðisfirði og eyðilagðist, farþegar og áhöfn björguðust. Tók
þá Willemoes við strandferðunum. Strax eftir þetta áfall fór ís-
lenska landstjórnin að svipast um eftir farþegaskipi í stað Sterl-
ings. Samið var um smíði farþega- og flutningaskips, sem hlaut
nafnið Esja og kom það til Reykjavíkur í fyrsta sinn 19. apríl
1923. Var það mál manna að Esjan væri fullkomnasta og best
búna skip sem verið hefði í strandferðum hér við land. Var Esj-
an með þremur farþegarýmum [L, 2. ög 3. ,,plássi“] sem rúm-
uðu 118 farþega og lestaði auk þess talsvert magn af vörum. Var
Eimskip falinn rekstur skipsins. Eftir að tankskip fóru að flytja
olíu á hafnir landsins taldi ríkisstjórnin sig ekki lengur hafa þörf
fýrir Willemoes, sem hafði nær eingöngu flutt olíu í tunnum á
ströndina frá því Esja kom til landsins. Keypti Eimskip skipið
árið 1928 og gaf því nafnið Selfoss.
Skipaútgerð ríkisins
Eins og fram hefir komið var útgerðarstjórn skipa ríkissjóðs
og framkvæmd strandferðanna í höndum Eimskips allt frá árinu
1917. Eftir að Willemoes var seldur 1928 var einungis eitt skip,
Esja, eftir í eigu ríkisins en es. Borg hafði verið seld árið 1923.
Frá því að Esja hóf siglingar var mikill fjárhagslegur halli á rek-
stri hennar og fór vaxandi eftir því sem á leið. Af þessari ástæðu
afréð ríkisstjórnin að segja samningnum við Eimskip upp, og var
62