Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 66
smáum og stórum.Yfirleitt tóku hringferðir Esju 10-15 daga en
Súðarinnar 15-20 daga.
Meðan Esjan var í rekstri hjá Eimskip sigldi hún ekki frá ára-
mótum og fram í mars. Sagði Jónas frá Hriflu greinilegt að ætl-
ast væri til að landsmenn lægju í dvala þennan tíma, en hann var
potturinn og pannan í stofnun Ríkisskip. Með tilkomu Ríkisskip
varð sú breyting á að siglt var alla mánuði ársins. Ekki eru til töl-
ur um ferðatíðni skipanna fyrstu árin en ljóst er þó að u.þ.b. tvö-
földun varð á tíðni ferða strax á fyrstu árum Ríkisskip. A stríðs-
árunum breyttust ferðirnar. Skipin sigldu þá austur og vestur og
snéru við á Akureyri. Yfirleitt sigldi Súðin vestur en Esja austur
um. Að stríðinu loknu voru hringferðirnar teknar upp að nýju
og héldust til 1948.
A árinu 1948 varð stórfelld aukning á strandferðaflotanum.
Herðubreið kom til landsins í des. 1947, Skjaldbreið í apríl 1948
og Hekla í júlí sama ár. Fyrir var Esja (II) og Súðin sem hætti í
strandferðunum á þessu ári. Aætlunarhafnir Herðubreiðar voru
Vestmannaeyjar, Hornafjörður og Austfjarðahafnir og allt til Ak-
ureyrar. Skjaldbreið sigldi til skiptis til Breiðafjarðahafna og
hina ferðina vestur um land með viðkomu á nokkrum af Vest-
fjarðahöfnum og þræddi síðan allar hafnir, stórar og smáar, frá
Isafirði til Eyjafjarðar og stundum til Flateyjar og Húsavíkur. 1
bakaleið var komið við á flestum höfnum. Esja (II) og Hekla (I)
voru oftast í hringferðum.
Þann 14. apríl 1948 lagði Skjaldbreið upp í sína fyrstu strand-
ferð frá Reyjavík og kom til Norðui fjatðar 16. apríl eftir að hafa
legið á Aðalvík nóttina áður í NA stormi og byl og komið við á
Ingólfsfirði. Skjaldbreið var 366 brl., ganghraði 10 sjómílur á
klst. og hafði skipið rúm fyrir 12 farþega. Hún létti akkerum á
Norðurfirði í síðasta sinn 6. júlí 1966 og hafði þá flutt ótalin
tonn og farþega til og frá Norðurfirði. A þeim tíma sem Súðin og
Skjaldbreið [1930-1966] voru í förum við Island voru þessi tvö skiþ
aðalsamgöngutœki Árneshreþþs hvort sem um farþega- eða vöruflutn-
inga var að rœða.
Frá komu ,Akureyrarskipanna“ Esju (III) og Heklu (II) 1971
og til 1977 miðaðist skipulag strandferðanna við hringferðir
tveggja skipa auk Vestmanneyjaferða Herjólfs. Nýtt leiðakerfi,
64