Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 78

Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 78
var fædd í Drangavík og skápurinn smíðaður á Ströndum. Einnig munir frá Melum í Hrútafirði, signet Jósefs Jónssonar og rakhnífur og slípiband sem Jón sonur hans átti og notaði. Allir munir sem berast eru skráðir samviskusamlega í aðfanga- bækur safnsins og nákvæmar upplýsingar tölvuskráðar í Sarp. Þannig er auðvelt að leita upplýsinga um muni og gefa svör ef fyrirspurnir berast. Allnokkuð er um að haft sé samband þegar fólk vanhagar um upplýsingar um einstaka menn eða sveitabæi á svæðinu. Framhald var á góðu samstarfi við ýmsa aðila sem tengjast minjavörslu í landinu. Þór Hjaltalín er minjavörður Norður- lands vestra og fór forstöðumaður í nokkrar ferðir með honum að yfirfara og merkja friðlýstar fornminjar. Búið er að skoða og skrá ástand flestra friðlýstra minja í Strandasýslu. Þær eru um 12 talsins og dreifast um alla sýsluna, meðal þeirra er Gvendarlaug á Klúku í Bjarnarfirði og Trékyllisnaust í Arnesi í Trékyllisvík. A vegurn Þjóðminjasafns íslands var fundað um sjóminjar í landinu. Rennur sumum til rifja hve lítið hefur verið hugað að varðveislu sjóminja á Islandi. Nokkrir fundir voru haldnir á ár- inu sem forstöðumaður tók þátt í, þar kom fram vilji til að halda betur um og efla það starf sem er í gangi hjá mörgum byggða- söfnum varðandi sjóminjar. Eins kom fram sú skoðun að varla sé þörf á sérstöku sjóminjasafni fýrir landið í heild, heldur sé eðli- legra að byggða- og sjóminjasöfn sérhæfi sig og sinni einstökum þáttum eða byggðarlögum. Horft er til þess að Byggðasafnið að Reykjum haldi áfram utan um og sinni sérstaklega hákarlaveið- unum. Avegum Þjóðminjasafns hefur einnig verið unnið að sérstakri safnastefnu fyrir söfnin í landinu og samráðsfundir voru haldn- ir um allt land. Fundur fýrir Norðurland vestra og Strandir var haldinn á Gauksmýri í Húnaþingi vestra. Auk þjóðminjavarðar, Margrétar Hallgrímsdóttur, og safnamanna sátu fulltrúar sveitar- félaga og ferðaþjónustu á svæðinu fundinn. Margt gott kom þar fram en lögð var áhersla á að skýra sérstöðu svæðisins og greina starfsemi safnanna. Drög að sameiginlegri safnastefnu hafa nú litið dagsins ljós og má nálgast hana á vef Þjóðminjasafnsins: www.natmus.is. 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.