Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 104
Fimmtudaginn 4. okt. 1945 var fundur haldinn af hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps. Fundarefníd var að rceða heibni útgerðarmanns,
Björgvins Bjarnasonar, Isafirði, um kaup á Skeljavíkurgrundum til
síldarverksmiðjureksturs og bryggjugerðar. Hreppsnefndin vill fúslega
láta landið af hendi, pykir kaupverðið of lágt, telur að lágmark sé kr.
15.000,- Oskað eftir að ræktað land sé ekki tekið, nema eftir þörfum,
til nauðsynlegrar byggingar.
Björgvin var umsvifamikill útgerðarmaður og í sókn þessi ár.
Oskar Halldórsson (Islandsbersi) virðist hafa fylgst vel með fyrir-
ætlunum Björgvins og hefur e.t.v. haft sams konar áform bak við
eyrað, þó að lágt færi, nema hann sendir hreppsnefnd Hólma-
víkurhrepps skeyti 7/10 '45 og biður um Skeljavíkurgrundir á
leigu til 50 ára eða til kaups, óski hreppsnefnd þess frekar, og vill
fá sölutilboð. Allmikil keppni hefur verið milli þeirra um
Grundirnar, því að Björgvin var fyrir norðan, þegar hrepps-
nefndin tók skeyti Oskars til afgreiðslu. Var Björgvin á fundinum
og fékk því til leiðar komið, að hreppsnefndin sinnti ekki beiðni
Oskars, en samþykkti að gera samning við Björgvin skv. tilboði,
sem hreppsnefnd hafði gert honum 6/10.
Þann 20/10 er enn haldinn hreppsnefndarfundur og þar
lagður fram kaupsamningur við Björgvin Bjarnason f.h. Björg-
vin h.f. Isafirði til sölu á Skeljavíkurgrundum til síldarbræðslu-
stöðvar og annarra mannvirkja og var hann undirritaður af báð-
um aðilum og var oddvita falið að leita til sýslunefndar eftir
fullnaðarsamþykki. A þessum sama fundi 20/10 er lagt fram
bréf og úrskurður frá sýslunefnd Strandasýslu um synjun á kaup-
samningnum. Hér hafa verið hafðar hraðar hendur um útvegun
umsagnar sýslunefndar. Það var mál manna að kröfur Björgvins
um landrými hafi verið óhóflegar. Einkum áttu menn, sem
þarna höfðu ræktað land, erfitt með að sætta sig við að missa
það. Almennt séð skildu menn ekki, hvað Björgvin ætlaði að
gera við allt þetta land sem hann krafðist. A þessu byggðist líka
synjun sýslunefndar, sem heimilaði hreppsnefndinni að selja
land 20000 m2 að stærð, eða 150-200 m með sjó fram, mælt frá
öðrum enda lóðarinnar (sem tilgreindur var í samningnum).
Samningar strönduðu á þessu atriði. Björgvin léði ekki máls á að
draga úr kröfu sinni um landrýmið.
102