Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 135
el Olafssyni í Guðlaugsvík ein 4 ár og síðan hjá Theódór Olafs-
syni faktor á Borðeyri. Ekki gat ég verið hjá henni nema stuttan
tíma og var mér komið fyrir á Geithóli og var ég þar í 1-2 ár.
Frá Borðeyri fór móðir mín að Stóru-Borg í Húnavatnssýslu,
þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Jóhanni Jósefssyni sem
þar var þá vinnumaður. Um tveggja ára skeið (1905-06) var ég
hjá Guðmundi Theódórssyni, annað árið á Borðeyri hitt á Reykj-
um í Hrútafirði. Eftir þetta fór ég til móður minnar og stjúpföð-
ur sem þá voru gift. Þau fóru svo að búa einhvers konar hús-
mennskuhokri, fyrst í Grafarkoti sem er skammt frá Hvamms-
tanga. Þá var ég innan við fermingu (1907-08). Næst fórum við
að Þingeyraseli í Vatnsdal. Þar var samskonar kotbúskapur og að
ég held, hálfgert basl. Þó veit ég ekki til að stjúpa mínum og
mömmu hafi komið í hug að flytjast til Ameríku á þessum árum,
en hitt er víst að áður en Jóhann kvæntist var hann korninn á
fremsta hlunn með að fara vestur. Því til sönnunar nefni ég að
hann smíðaði sér koffort, járnbent, undir hafurtask það sem
hann ætlaði að flytja með sér. Seinna gaf hann mér koffortið
sem ég á ennþá. Eg hef það fyrir satt að þegar hann eignaðist
konuna hafi hann hætt við vesturförina.
I Þingeyraseli var ég látin sitja hjá kvíaám. Einn daginn var
ansi kalt í veðri. Þegar ærnar voru lagstar sótti kuldinn á mig og
ég tók það til bragðs að hlaupa fram og aftur og berja mér til
hita. Þetta hefði ég þó ekki átt að gera, því að ærnar fældust upp
og ruku í allar áttir. En mér hitnaði þó við að eltast við hópinn
og ná honum saman aftur.
Skólanám mitt var af skornum skammti eins og þá tíðkaðist.
Eitthvað lítilsháttar var ég í barnaskóla á Blönduósi en man ekki
að nafngreina kennara. Það hefur varla verið nema nafnið tómt.
Veturinn áður en ég átti að fermast, þá í Þingeyraseli, átti ég að
hefja barnaskólanám að Hnausum í Vatnsdal. Kom þá upp
taugaveikifaraldur og var hætt við skólahaldið og staðurinn sett-
ur í sóttkví. Einn nemandinn dó úr veikinni. Sjálf tók ég veikina
líka og varð mjög illa úti, missti m.a. allt hár um tíma og síðan
hef ég ekki haft lyktarskyn. Eg lá í 6 vikur og var lengi að jafna
mig. Læknir þarna var um þetta leyti Jón Jónsson á Blönduósi,
lítill maður vexti og í góðlátlegu gamni nefndur „pína“. Vegna
133