Strandapósturinn - 01.06.2003, Qupperneq 144
forboðin og ókristileg fæðutegund. Sama sinnis voru víst flest
systkin hans, a.m.k. Halldóra, Kristján og Guðrún. Hins vegar
hef ég fyrir satt, að einhvern tíma æti Björn hrossakjöt með
bestu lyst eftir að hann varð alblindur, óafvitandi hvað hann var
að láta ofan í sig!
Björn var fluttur til Hólmavíkur um sumarið og lést á sjúkra-
skýlinu þar 20. september 1932, tveimur dögum innan við þrí-
tugt.
Börn okkar Björns voru 5, öll fædd á Smáhömrum:
Oli Eðvald, fæddur 17. apríl 1926, kvæntur Ingigerði Dóru
Þorkelsdóttur, þau búa á Akranesi, eiga 4 börn.
Tryggvi, fæddur 1. júní 1927, kvæntur Margréti Guðbjörns-
dóttur, þau búa á Akranesi, eiga 3 börn og 1 kjörson.
Matthildur Birna, fædd 19. júní 1928, gift Sturlaugi Björns-
syni, þau búa í Keflavík, eiga 2 börn.
Sigfríður Jóhanna, fædd 8. júní 1930, gift Helga Ingimundar-
syni, þau búa á Hólmavík, eiga 3 syni.
Björn Halldórs, fæddur 9. maí 1932, kvæntur Gígju Gunn-
laugsdóttur, þau búa á Akranesi, eiga 5 börn, Björn átti dóttur
fyrir hjónaband.
Barnabörnin eru nú (15. maí 1979) 8 talsins.
Þegar séð var að hverju dró með Björn, bauð Jónatan bróðir
minn mér að koma til sín til Hólmavíkur með það af börnunum
sem ég vildi, en hann var um þær mundir að taka við stjórn
kaupfélagsins í annað sinn. Ekki gat ég nú níðst á góðmennsku
hans þar sem hann var sjálfur að setja saman heimili með konu
og börnum. Ymsir góðir menn gáfu sig nú fram og buðust til að
taka börnin í fóstur. Það fór víst enginn í grafgötur um að hverju
fór. Flestir höfðu samband við Björn sjálfan, Guðmundur í Gröf,
sem fyrr er nefndur hitti hann t.d. á förnum vegi og pantaði
Matthildi, „því að hún væri laglegri“ (en Sigfríður), en eftir því
á hann að hafa séð síðar því að Matta undi ekki hag sínum hjá
honum og fór aftur til mín að 2 árum liðnum eða svo.
Þorvaldur í Þorpum, góðkunningi og nágranni, tók Sigfríði
og gerði við hana sem dóttir hans væri, ef ekki betur. Halldór
Magnússon og Matthildur Guðmundsdóttir í Hamarsbæli á Sel-
strönd tóku yngsta soninn, nýfæddan. Þau vildu fá hann gefins
142