Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 146

Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 146
byggt tók ég að mér að skúra búðina og skrifstofurnar og hafði af því dálitlar tekjnr. Þessu starfi hélt ég áfram í nákvæmlega 25 ár og þegar ég hætti fékk ég stóran renndan rafmagnslampa úr tré með áletruðum silfurskildi frá kaupfélaginu, smíðaðan af Skeggja Samúelssyni. Þegar hafskipabryggjan var byggð á Hólmavík 1936 lifnaði heldur betur yfir atvinnulífínu hjá kvenfólkinu, því að síldarsölt- un hófst þá strax. Oft var saltað sólarhringum saman og stóð þá hver sem betur gat. Dæmi voru um það að vörður stæði á Klif- inu og stuggaði þeim konum til baka sem gáfust upp og ætluðu að læðast heim. Og eitt sinn gekk kona frá síldarkassanum, leysti af sér svuntuna, fór heim og ól barn samdægurs, gott ef ekki tvö. En þessi hamagangur kunni ekki góðri lnkku að stýra. Krónurn- ar komu sér svo sem vel, en þrældómurinn var ofboðslegur. A þessum árum var síldin oft kverkuð með þar til gerðum klipp- um. Mjög erfitt var að kverka og reyndi á handlegginn og alltaf á sömu vöðvana. Margar stúlkurnar stokkbólgnuðu upp að öxl af þessum sökum, þeirra á meðal ég. Upp frá þessu var ég ára- tugum saman slæm í hægri handleggnum og kenni það engu nema kverkunartönginni. Onnur vinna sem til féll var að pakka saltfiski stöku sinnum. Allra fyrstu árin 1932-33 var fiskur þurrk- aður á reitum. Aðra vinnu var ekki að hafa fyrir kvenfólk. Ein- hvern veginn skrimti maður nú samt og ekki var þá mikið talað um að fólk þyrfti að lifa á mannsæmandi hátt. Það var víst einhvern tímann í kringum 1936 að ég lét tilleið- ast í fásinnin að ganga í kvenfélagið Glæður sem starfaði af mikl- um krafti á Hólmavík. I félaginu voru margar dugnaðarkonur, sennilega voru þar of margir skörungar samtímis því að talsvert fór að bera á deilum um ýmis málefni. Oft voru haldnar skemmtanir á vegum kvenfélagsins. Venjulega voru sýnd leikrit, síðan dansað og seldar veitingar. Veitingasalan varð að fara fram í heimahúsum hjá einhverri félagskonunni, því að í gamla skól- anum var ekki húsrými til þess. Eitt sinn sem oftar hélt kvenfé- lagið skemmtun og vantaði aðstöðu til kaffisölu. Kona úr skemmtinefndinni var send til mín og fór hún þess á leit við mig, að ég hefði kaffisöluna með höndum heima hjá mér. Hún vildi rökstyðja mál sitt sem best og komst að orði einhvern veg- 144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.