Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 156

Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 156
Frá Sauðárkróki var haldið klukkan eitt og ekið áleiðis til Akureyrar. Hafði Skagafjörður skinið við sólu allan tímann og svo var enn er við ókum inn Blönduhlíðina og um hlaðið í Miklabæ. Slæmur og hættulegur vegur var um Giljareitina á Oxnadalsheiðinni þar til hallaði norður af, þá tók við nýlagður og góður vegur niður Oxnadalinn. Stansað var móti Hrauni og horft athugunaraugum á fæðingarstað listaskáldsins góða og hið hrikalega og þó fagra landslag meðan við sungum kvæði Hann- esar Hafstein: Þar sem háir hólar / hálfan dalinn fylla. Síðan var förinni hraðað niður Oxnadal og Hörgárdal. Gat maður aðeins rennt augum að Möðruvöllum. Um leið flaug manni í hug hver- su ótrúlega margir af nemendum Möðruvallaskólans, er starfaði þó aðeins fá ár, hafa orðið þjóðnýtir menn. Þegar komið var á Moldhaugnaháls var stansað og litið yfir Eyjafjörðinn sem þá blasti við. Að því búnu var rennt til Akureyr- ar og komum við þangað klukkan rúmlega sex síðdegis. Fóru nú sumir til frænda og vina en aðrir á gistihús. En um kvöldið var kaffiboð hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Voru þar fluttar margar ræður undir borðum. Sunnudagsmorguninn 17. júní notuðum við til að skoða Gróðrarstöðina og Lystigarð Akureyrar en sumir fóru í kirkju klukkan ellefu. - Eftir að hafa setið miðdagsboð hjá KEA ókum við fram í Eyjafjörð um búsældarlegar sveitir og skoðuðum m.a. hina fögru kirkju á Grund og samkomuskálana á Hrafnagili. Við vorum snemma á fótum mánudagsmorguninn 18. júní. Klukkan var sjö er við lögðum leið okkar að verksmiðjum KEA og SIS sem þá þegar voru allar í fullum gangi. Er það mikið menningar- og framfaraátak sem þar hefur verið gert. Það var ánægjulegt að fylgja hráefnunum eftir, ull, skinn- um og húðum, frá því þau fóru fyrst í vélarrnar og þar til þau komu fullunnin úr verksmiðjunni sem fatnaður og skór. Eiga þeir miklar þakkir skildar sem stjórna þessari framleiðslu með dugnaði og hagsýni. Því miður var tími okkar of naumur til að sjá allt sem þarna fór fram, þar sem lagt skyldi af stað klukkan tíu, og enginn vildi óhlýðnast boði fararstjórans. A tilsettum tíma var því haldið áleiðis innfyrir botn Eyjafjarðar og sem leið liggur um þær fögru byggðir. 154
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.