Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 157
Eitt var það sem okkur Vestfirðingum þótti einkennilegt við
búskapinn í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum, og það
var að sjá heyin frá sumrinu áður í göltum úti um tún og engj-
ar. Þessu höfðum við ekki vanist, því hjá okkur er talið sjálfsagt
að koma hverju strái sem fyrst í hlöður, og á hveijum bæ eru
hlöður fyrir öll hey.
Tún voru betur sprottin í Eyjafirði en annars staðar þar sem
við höfðum farið um, að undanteknu Hólatúninu.
Fagurt var að horfa vestur yfir Eyjafjörðinn og Akureyri af
austurbrúninni. Var nú haldið áfram austur yfir Vaðlaheiði, nið-
ur hina myndarlegu sneiðinga og yfir Fnjóská, framhjá skálan-
um og inn í Vaglaskóg. Gengum við spölkorn inn í skóginn og
sungum ættjarðarlög. Sumir tóku myndir. Viðdvöl mátti ekki
vera löng, en unaðslegt er að koma í þessa skógivöxnu bletti
okkar hrjóstruga lands. Brátt ókum við austur Ljósavatnsskarð,
framhjá Ljósavatni og að Goðafossi. Þótti okkur gaman að koma
þar. Síðan var haldið áfram yfir brúna á Skjálfandafljóti. Þar var
veitingaskáli, en ekki máttum við nota hann tímans vegna. Ekið
var framhjá Laugaskóla, nema fararstjórinn skaust heim og kom
aftur með þá fregn að Búnaðarfélag Reykdæla byði okkur til
kvöldverðar að Reykjahlíð og einnig væru 60 - 70 rúm til reiðu
fyrir okkur á Laugum.
Var þessum fréttum tekið með fögnuði, einkum af þeim sem
legið höfðu í svefnpokum undanfarnar nætur.
A Laxárdalsheiði biðu okkar margir Mývetningar með prest-
inn Magnús Má í broddi fylkingar og bauð hann ferðafólkið vel-
komið í Mývatnssveitina. M.a. hafði hann yfxr bæn eða ósk um
það að flugurnar létu okkur í friði meðan við dveldum við Mý-
vatn, hvað og líka varð. - Nú var ekið kringum Mývatn að Reykja-
hlíð sem er samkomu- og veitingastaður Mývetninga. Og þarna
beið okkar hinn langþráði silungur því að allir voru orðnir leið-
ir á kjötinu. Nú vorum við orðin á eftir áætlun og kunnugir
sögðu að tíminn væri orðinn naumur til að fara á alla þá staði
sem voru á ferðaáætluninni. Var því tekið það ráð að skipta liði
í þrjá hópa. Meiri hluti karlmannanna fór á Námafjall og hinir í
Dimmuborgir en kvenfólkið réri á fjórum bátum út í Slútnes.
Voru víst allir ánægðir með sitt hlutskipti, að minnsta kosti þótti
155