Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 157

Strandapósturinn - 01.06.2003, Síða 157
Eitt var það sem okkur Vestfirðingum þótti einkennilegt við búskapinn í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum, og það var að sjá heyin frá sumrinu áður í göltum úti um tún og engj- ar. Þessu höfðum við ekki vanist, því hjá okkur er talið sjálfsagt að koma hverju strái sem fyrst í hlöður, og á hveijum bæ eru hlöður fyrir öll hey. Tún voru betur sprottin í Eyjafirði en annars staðar þar sem við höfðum farið um, að undanteknu Hólatúninu. Fagurt var að horfa vestur yfir Eyjafjörðinn og Akureyri af austurbrúninni. Var nú haldið áfram austur yfir Vaðlaheiði, nið- ur hina myndarlegu sneiðinga og yfir Fnjóská, framhjá skálan- um og inn í Vaglaskóg. Gengum við spölkorn inn í skóginn og sungum ættjarðarlög. Sumir tóku myndir. Viðdvöl mátti ekki vera löng, en unaðslegt er að koma í þessa skógivöxnu bletti okkar hrjóstruga lands. Brátt ókum við austur Ljósavatnsskarð, framhjá Ljósavatni og að Goðafossi. Þótti okkur gaman að koma þar. Síðan var haldið áfram yfir brúna á Skjálfandafljóti. Þar var veitingaskáli, en ekki máttum við nota hann tímans vegna. Ekið var framhjá Laugaskóla, nema fararstjórinn skaust heim og kom aftur með þá fregn að Búnaðarfélag Reykdæla byði okkur til kvöldverðar að Reykjahlíð og einnig væru 60 - 70 rúm til reiðu fyrir okkur á Laugum. Var þessum fréttum tekið með fögnuði, einkum af þeim sem legið höfðu í svefnpokum undanfarnar nætur. A Laxárdalsheiði biðu okkar margir Mývetningar með prest- inn Magnús Má í broddi fylkingar og bauð hann ferðafólkið vel- komið í Mývatnssveitina. M.a. hafði hann yfxr bæn eða ósk um það að flugurnar létu okkur í friði meðan við dveldum við Mý- vatn, hvað og líka varð. - Nú var ekið kringum Mývatn að Reykja- hlíð sem er samkomu- og veitingastaður Mývetninga. Og þarna beið okkar hinn langþráði silungur því að allir voru orðnir leið- ir á kjötinu. Nú vorum við orðin á eftir áætlun og kunnugir sögðu að tíminn væri orðinn naumur til að fara á alla þá staði sem voru á ferðaáætluninni. Var því tekið það ráð að skipta liði í þrjá hópa. Meiri hluti karlmannanna fór á Námafjall og hinir í Dimmuborgir en kvenfólkið réri á fjórum bátum út í Slútnes. Voru víst allir ánægðir með sitt hlutskipti, að minnsta kosti þótti 155
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.