Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 159
fagnaði fylgdu nokkrir S.-Þingeyingar okkur upp á Reykjaheiði.
Lidu síðar mættum við N.-Þingeyingum með stjórn Búnaðar-
sambands
N. Þ. í broddi fjölmennrar fylkingar. Síðan var ekið ofan í Ax-
arfjörðinn. Einkennilegt fannst okkur að sjá mold- eða sandrok
byrgja útsýnina á stóru svæði. Ekki höfðum við Vestfirðingarnir
kynnst slíku. Brátt komum við að Asbyrgi og varð þá sjón sögu
ríkari um þann einkennilega stað. Mikið hafði maður heyrt af
honum látið fyrir óviðjafnanlega náttúrufegurð, en nú komumst
við að raun um að hann hafði ekki verið dásamaður um of.
Þarna töluðu formaður Búnaðarsambands N. Þ. og skógarvörð-
urinn. Því miður gátum við aðeins dvalið skamma stund í As-
byrgi því að löng leið var fyrir höndum.
Þegar komið var að Jökulsá í Axarfírði var gefín fyrirskipun
um að allir færu úr bílunum meðan ekið væri yfir brúna. Geng-
um við síðan í smáhópum yfir brúna, sem svignaði og rólaði til
og frá, en beljandi stórfljótið, dökkt og úfið fyrir neðan okkur,
gerði andlitin alvarleg og áhyggjufull þá stundina.
1 Lundi voru miklar tjaldborgir og sátum við þar í kaffiboði
Búnaðarsambands N. Þ. Meðal ræðumanna þar var Sæmundur
Friðriksson sem skýrði frá helstu byggðarlögum og lýsti staðhátt-
um. I Axarfirðinum er mikið um sanda, hraun og skóglendi.
Ekki mátti lengi dvelja í þessum glaða vinahópi því að nú var
ferðinni heitið á hin frægu Hólsfjöll. Lá leið okkar því upp með
Jökulsá gegnurn fagurt skóglendi, er sums staðar teygði greinar
saman yfir höfðum manna. En brátt urðu hér snögg umskipti og
við tók hin dauða sandauðn, kílómetra eftir kílómetra. Undrun
okkar varð því mikil þegar við sáum allt í einu reisulegt býli mitt
í þessari auðn. Við vorum komin að Hólsseli. Þar í kring vottaði
fyrir gróðri á sumum sandhryggjunum, en allt virtist grasið hálf-
kæft í sandi og víða voru mannhæðarháar þúfur með blásið
sandsárið móti norðri, en gróðurinn var að berjast við að halda
velli og vaxa í sólarhlið sandhólanna. Dálítil mýradrög sáust
þarna á stöku stað og sums staðar víðibörð. Bílalestin nam stað-
ar við túnið í Hólsseli og fararstjórinn tilkynnir að Bleikur verði
þar eftir en hinir bílarnir haldi áfram að Grímsstöðum. Þegar
spurt var hvort allir farþegarnir í Bleik gætu fengið næturgreiða
157