Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 164
og skipulögðu hana og undirbjuggu með þeim ágætum sem
raun varð á. Hefur margur lagt þar hönd að verki, en á engan
mun hallað þótt fullyrt sé að undirbúningurinn hafi hvílt mest á
einum manni, og á ég þar við fararstjórann, Steingrím Stein-
þórsson. Það var ekki hvað síst hinum góða undirbúningi að
þakka hve bændaför þessi heppnaðist vel. En hér kom líka til
sögunnar markviss og örugg leiðsögn og frábærar móttökur. Það
sem mér finnst sérstaklega táknrænt fyrir ferðina er að við vor-
um leidd um blómleg héruð og fegurstu skóglendi landsins. Fyr-
ir alla þessa handleiðslu erum við fararstjóranum svo innilega
þakklát að við gætum kysst hann á hverjum sunnudegi, eins og
góðkunningi minn bauð mér eitt sinn ef ég gerði bón hans. En
mig langaði ekkert í þá kossa - og eins yrði máske hér, og af því
að þetta yrði erfitt í framkvæmd þá hefur mér dottið í hug ann-
ar nærtækari og betri þakkarvottur. Við ættum að gróðursetja
nokkrar hríslur við bæinn okkar til minningar um þessa ferð. Ef
búnaðarmálastjórinn á eftir að koma á heimili okkar þá myndi
ein lifandi hrísla gleðja hann meir en allir kossarnir, og e.t.v.
mundi honum þá finnast að ferðin hefði ekki verið farin til
einskis. Vildi ég biðja ferðafólkið að hafa þetta bak við eyrað um
leið og ég þakka fyrir samfylgdina.
Eftirmáli
Höfundur þessarar ferðasögu, Gubbrandur Björnsson fa'öir minn,
bóndi á Heydalsá, var 56 ára gamall og gekk ekki heill til skógar þegar
bœndaferbin varfarin surriarið 1945. En á ferðalaginu var hann furðu
hress og glaður og naut fararinnar ágœtlega. Fáa mun hafa grunað að
hann gekk með ólœknandi sjúkdóm og átti einungis eftir eitt ár ólifað.
Hann varð hetjulega við örlögum sínum. Hvergi verður vart við böl-
sýni eða kvíða í frásögn hans þótt skrifuð væri í banalegunni, þvert á
móti er hún krydduð gamansemi og þrungin bjartsýni og trú á framtíð-
ina.
Þeir lesendur sem naskir eru munu veita því athygli að Guðbrandur
talar oft um ástand veganna. Kunnugum kemur það reyndar ekki á
óvart því að hann var verkstjóri og sá veginn gjarnan út frá sjónar-
162