Morgunblaðið - 03.09.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 03.09.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 Verð kr. 8.870,- UPPÁHALDS HALDARINN kominn aftur Haustið er tími tilhlökkunar hjá bændum og þeirra fólki, því þá fara smalar til fjalla og koma með fé og hross til byggða. Í réttum er ævin- lega mikið fjör, dregið í dilka, sungið og rekið heim. Þetta árið, rétt eins og í fyrra, verða hömlur á hversu margt fólk má koma til rétta, vegna smitvarna og fjölda- takmarkana. Fólk er hvatt til að kynna sér vinnulag á hverjum stað áður en haldið er til rétta. Fyrstu réttir þessa árs verða nú um helgina. Í dag, föstudag 4. sept., og á morgun, laugardag 5. sept., verð- ur réttað í Borgarhafnarrétt í Suð- ursveit. Laugardag 4. sept verður réttað í Mýrarrétt í Bárðardal, Hraungerðisrétt og í Möðruvalla- rétt í Eyjafjarðarsveit, Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Hraunsrétt í Skutuls- firði, Hrútatungurétt í Hrútafirði, Hvammsrétt í Langadal, Miðfjarð- arrétt í Miðfirði, Rugludalsrétt í Blöndudal og í Eyrarrétt í Kolla- firði. Sunnudag 5. sept. verður rétt- að í Hlíðarrétt í Mývatnssveit, Svalbarðsrétt, Tungurétt í Öxar- firði, Vallarétt, Vatnsendarétt, Þverárrétt ytri, Árrétt í Bárðardal, Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, Fjallalækjarselsrétt, Garðsrétt í Þistilfirði, í Kaldárbakkarétt, Teigsrétt og Beinakeldurétt í Húnavatnssýslu. Á vef Bænda- blaðsins, bbl.is, er að finna lista yfir dagsetningar allra rétta í haust, fjárrétta og stóðrétta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Réttir um helgina - Fjár- og stóðréttir verða með öðrum brag vegna kórónuveirufaraldurs venjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu til og frá vinnu voru kynntar á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar 1. september. Fulltrúar bókuðu mikið. Maskína gerði könnunina fyrir borgina dagana 3.-30. júní í sumar. Hún var gerð á netinu og voru svar- endur 1.571 talsins. Svarendur voru vinnandi fólk af öllu höfuðborgar- svæðinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Við úrvinnslu voru gögnin veg- in til samræmis við tölur Hagstof- unnar þannig að hópurinn endur- speglaði þjóðina út frá kyni, aldri og búsetu. gudni@mbl.is Íbúar á höfuðborgarsvæðinu notuðu einkabílinn meira við að fara til og frá vinnu í sumar en í febrúar og júní í fyrra. Þeir sem fóru á einkabílnum sem bílstjórar voru 88,2% í sumar en 82,9% í fyrrasumar. Þeir sem hjól- uðu til og frá vinnu í sumar (27,7%) voru einnig færri en þeir sem hjól- uðu í júní í fyrra (33,8%). Færri (21,1%) tóku strætó til og frá vinnu í sumar en í fyrrasumar (22,5%) og enn færri en í ágúst 2019 (26,2%). Þá vekur athygli að 8,5% kváðust hafa notað rafhlaupahjól til ferða til og frá vinnu í sumar. Niðurstöður könnunar um ferða- Fleiri óku til vinnu en færri með strætó Ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu til og frá vinnu Þannig ferðast fólk oftast skv. könnun í júní sl. Helstu ferðamátar í síðustu fjórum könnunum 50% 40% 30% 20% 10% 0% Reiknað vægi svara um fyrsta, annað og þriðja val á ferðamáta Ferðamáti sem er oftast notaður Ferðamáti sem fólk vill helst nota Einkabíll, sem bílstjóri eða farþegi Reiðhjól eða fótgangandi Strætó Bílstjóri Farþegi Reiðhjól Fótgangandi Strætó Rafskúta* Mótorhjól Annað 30% 44% 9% 14% 20% 14% 17% 12% 12% 10% 8% 4% Einkabíll 2% 1% 2% 1% 70% 35% 0% ágúst 2019 febrúar 2020 júní 2020 júní 2021 61% 58% 27% 26% 11% 10% Heimild: Reykjavíkurborg *Fyrst með í könnun í júní sl. Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO, mun þurfa að víkja af lóð sinni fyrir 1. apr- íl 2022 vegna breytinga á deiliskipu- lagi miðbæjar Akureyrar og vegna sjónarmiða um umferðaröryggi. Bæjarráð Akureyrabæjar staðfesti þetta á fundi í gær. BSO var stofnuð 1953 og hefur starfað á sama stað síðan, við Strand- götu á Akureyri. Félagið rekur einu leigubílastöð bæjarins sem og einu sjoppuna í miðbæ Akureyrar. Í fund- argerð bæjarráðs kemur fram að mannvirki leigubifreiðastöðvarinnar hafi verið á bráðabirgðastöðuleyfi með sex mánaða uppsagnarfresti frá árinu 1955 og enginn leigusamningur liggi fyrir. „Við viljum alls ekki fara. Við er- um á stað sem er búinn að sýna það og sanna síðastliðin 65 ár, sem þetta hús er búið að vera, að það hafi menningarlegt gildi fyrir marga Akureyringa sem koma hingað dag- lega. Eins er það mikilvægt fyrir næturlífið,“ segir Margrét Elísabet Imsland Andrésardóttir, fram- kvæmdastjóri BSO, í samtali við Morgunblaðið. Kaupmaður á horninu Margrét segir BSO vilja halda stöðu sinni sem kaupmaðurinn á horninu og leggur áherslu á þau séu eina sjoppan í miðbæ Akureyrar. „Eins og staðan er núna í miðbænum geturðu ekki keypt þér eina kók- flösku nema að fara inn á kaffihús,“ segir Margrét. Margrét segir að þó að tæknin bjóði upp á að geta starfað hvar sem er þá vilji þau vera í miðbænum. „Það þarf að vera hús fyrir fólk þar sem það getur beðið inni, sérstaklega eins og á Akureyri þar sem er harður vetur,“segir Margrét. Aðspurð hvort félagið hafi skoðað annað húsnæði segir Margrét það vera að skoða í kringum sig en eins og nýjasta skipu- lagið gefi til kynna sé ekki gert ráð fyrir fyrirtækinu neins staðar Hún segir næsta skref að ræða við lögmenn fyrirtækisins. Einhugur í bæjarráði Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir í samtali við Morgunblaðið að málið hafi verið langan tíma í ferli en vonir standi til að húsnæði finnist í miðbænum þar sem BSO geti haldið áfram rekstri sjoppunnar og leigu- bílaþjónustunnar. Þá segir hann hús- ið vissulega eiga langa sögu en nýja deiliskipulagið geri ekki ráð fyrir því og þetta sé því lokaniðurstaða máls- ins. Einhugur var um málið innan bæjarráðs. Leigubílar víkja á Akureyri - Einu leigubílastöð Akureyrar og einu sjoppu miðbæjarins gert að víkja - Hafi menningarlegt gildi fyrir Akureyringa - Vilji til að finna húsnæði í miðbænum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Gert að víkja Bifreiðastöð Oddeyrar þarf að víkja fyrir 1. apríl 2022. Maður er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna gruns um kynferðisbrot gegn konu í heima- húsi í fyrrinótt. Bæði eru þau á þrí- tugsaldri. Þetta staðfestir Jóhannes Ólafs- son, yfirlögregluþjónn í Vest- mannaeyjum. Konan var flutt til Reykjavíkur í sjúkraflugi á neyðarmóttöku Land- spítalans. Jóhannes segir það vera eðlilegt þegar um kynferðisafbrot er að ræða. Hann segir þann grunaða hafa verið handtekinn fljótlega eftir að tilkynningin barst lögreglu. Brota- þoli hafi sjálfur tilkynnt atburðinn. Lögregla kveðst ekki geta veitt nánari upplýsingar um málið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjar Málið kom upp í Vest- mannaeyjum í fyrrinótt. Grunur um kynferðisbrot

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.