Morgunblaðið - 03.09.2021, Síða 19

Morgunblaðið - 03.09.2021, Síða 19
✝ Kara Guðrún Melstað fæddist á Akureyri 22. sept- ember 1959. Hún lést á heimili sínu í Wendgräben í Þýskalandi 31. maí 2021. Eiginmaður Köru er Alfreð Gíslason, fæddur 7. sept. 1959. Þau gengu í hjóna- band árið 1980. Börn þeirra eru: 1) Elfar, fæddur 6. júní 1983, giftur Andreu Eiðs- Horn, fæddur 25. júní 1990. 3) Andri Grétar, fæddur 15. sept- ember 1994. Foreldrar Köru voru Grétar Stefán Melstað, fæddur 4. október 1931, dáinn 6. janúar 1986, og Anna Sæmundsdóttir, fædd 22. janúar 1937, dáin 5. september 1979. Systkini Köru eru Sæmundur, fæddur 18. mars 1961, Margrét, fædd 27. júli 1963 og Valgerður, fædd 20. maí 1965. Kara ólst upp á Akureyri og gekk þar í skóla. Hún var kennari að mennt. Um langt árabil bjó hún ásamt eiginmanni sínum og fjöl- skyldu í Þýskalandi. Minningarathöfn um Köru Guðrúnu Melstað fer fram í Ak- ureyrarkirkju 3. september 2021 klukkan 13. dóttur, fædd 8. októ- ber 1985. Börn þeirra eru Herdís, fædd 29. júní 2011, Eiður, fæddur 27. september 2013 og Kara, fædd 22. júlí 2018. Barn Elfars af fyrra sambandi með Helgu Margréti Guðjónsdóttur, fædd 22. júní 1986, er Karítas Hrönn, fædd 11. maí 2006. 2) Aðalheiður, fædd 4. júlí 1990, maki hennar er Falk Minningarorð um Köru tengda- móður mína. Fyrir tæpum tólf árum kynntist ég Köru þegar leiðir okkar Elfars lágu saman. Ekki gerði ég mér grein fyrir því þá hvað það var mik- il lífsins lukka. Við vorum ákveðnar báðar tvær og nokkuð ljóst að við þyrftum að stilla saman okkar strengi, en eftir það var ekki aftur snúið. Samband þeirra mæðgina var einstakt og náið þrátt fyrir fjarlægð milli tveggja landa og það var mér ráðgáta í fyrstu hvernig ég ætti eða gæti staðið mig eins vel og þessi ótrúlega kona, því Kara var engin venjuleg kona. Hún skipu- lagði, framkvæmdi, skipti oft um skoðun en á endanum lét hún verk- in tala, hvort sem það voru fram- kvæmdir á heimilinu, vera ofur- amma eða skipuleggja ferðalög og flutninga innan fjölskyldunnar. Kara gekk undir nafninu Drek- inn í fjölskyldunni og hún kallaði sig sjálf Drekann í daglegu tali. Það gustaði af henni þegar hún mætti á svæðið og tók til hendinni, hún sá um allt, gekk í allt, sama hvað og hún hafði ráð undir rifi hverju. Kara hafði mikinn áhuga á saumaskap og þar naut hún sín í að finna upp og búa til allt milli himins og jarðar. Það var henni því mikið hjartans mál að tengdadóttirin eignaðist saumavél og linnti hún ekki látunum fyrr en vélin var komin í hús. Hún tók mig oft í kennslu í hinu og þessu, pússa al- mennilega skó, þrífa viftuna eða skipta um síur og við gerðum grín að okkur og hlógum þegar hún, Drekinn, sagðist vera að þjálfa Litla-Dreka. Hún kenndi mér ótal- margt sem er mér dýrmætt í dag. Það voru alltaf miklar gleði- stundir barnanna okkar þegar amma Kara og Alli afi komu til landsins eða þau fóru út til þeirra. Þar voru samverustundirnar nýtt- ar vel, farið í skógarferðir, dýra- garða, verslunarferðir, handbolta- leiki og hin ýmsu ævintýri skipulögð og það er engin betri en amma Kara að segja sögur fyrir svefninn, helst um dreka og risa- eðlur. Þetta voru góðir tímar fyrir okkur öll sem við erum svo þakklát fyrir í dag. Vorið var komið og við vissum að veikindi Köru höfðu tekið yf- irhöndina. Það var erfitt en á sama tíma gott að fara öll út til Þýskalands og dvelja hjá henni síðustu vikurnar. Þar fengu börnin mín tækifæri til að eiga með henni stundir og ég trúi því að hún hafi notið þess að heyra húsið sitt fyllast af lífi og leik, í bland við fuglasöng og sólar- geisla sem teygðu sig inn til hennar. Það er komið að kveðjustund, við fjölskyldan stöndum þétt saman og höldum minningu þinni á lofti um ókomna tíð eins og þú myndir vilja. Þín Andrea Eiðsdóttir. Elsku Kara, hvernig eigum við að kveðja þig, ætluðum ekki að þurfa að gera það strax, en stund- um rennur tíminn bara út. Við töld- um okkur hafa nógan tíma til að fara að ferðast saman, gera skemmtilega hluti, leika okkur og njóta. Hittingurinn okkar í Wendgräben, í tilefni afmælis ykk- ar Alla, var yndislegur og ógleym- anlegir dagar, mikið spjallað, hleg- ið, gantast og rifjaðar upp sögur frá uppvaxtarárum okkar í Bjarmastígnum. Við systkinin unnum í systkinalottóinu þegar við fæddumst, við höfum alltaf verið svo ánægð hvert með annað, pass- að upp á hvert annað og notið þess að vera saman þegar við höfum getað. Stundum liðið langur tími á milli hittinga vegna búsetu en það hefur aldrei skipt máli, alltaf eins og við höfum verið saman í gær. Þú varst alltaf kletturinn, elst og tókst strax ábyrgð á okkur þegar veik- indi mömmu komu upp. Hélst okk- ur við verkefnin og studdir okkur sama hvað var. Okkur fannst þú samt stundum aðeins of stjórnsöm þegar þú komst heim í frí úr kenn- aranáminu og lést okkur fara að þrífa heimilið. Við gátum ekki séð að það væri ekki allt í lagi þó gólfin væru ekki nýskúruð, leir- tauið glansaði ekki eins og nýtt og ekki alltaf búið um rúmin. En í dag vitum við að þetta var bara væntumþykja og ást. Það er svo yndislegt að hugsa til þess hvað þú hefur verið okkur mikilvæg, þó þú hafir búið mikið erlendis þá varst það samt alltaf þú sem maður leitaði til með allt og ekk- ert, úrræðagóð, glöð og lausna- miðuð, aldrei nein vandamál bara verkefni. Alltaf tilbúin að leyfa krökkunum að koma í heimsókn til Þýskalands svo þau gætu verið með frændsystkinum sínum, styrkt tengslin, sem eru svo sterk og góð í dag. Stundir sem þau munu aldrei gleyma, stundir sem þú bjóst til með þeim og þú sem hefur alltaf verið þeim svo kær. Tómarúmið sem situr eftir er sárt og erfitt að sætta sig við, en tíminn á eftir að deyfa sársauk- ann og gera hlutina bærilegri, en tilhugsunin um að fá ekki símtal, geta ekki hringt, fengið heim- sókn eða heimsótt þig er svo erf- ið. Minningarnar eru margar og yndislegar og þær munu lifa með okkur og ylja, þín er og verður sárt saknað. Elsku Alli, Elfar, Aðalheiður, Andri Grétar og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur og megi góðar minningar um fallega konu hjálpa ykkur á erfiðum tím- um og lifa með ykkur. Svefninn þinn langi Hvert sem ég fer, hvað sem ég geri, í lífi sem dauða, mun mynd af þér endurspeglast í augum mér. Gylltur rammi. Og bros þitt og hjarta gert úr demanti. Og birtan sem umlykur þig færir mér yl. Allt þetta mun ég varðveita djúpt í huga mér, og minningin um hlátur þinn og gleðina sem þú færðir mér mun fylgja mér hvar sem ég er, hvert sem ég fer inn í eilífðina (Höf. Dimma) Elsku sis, hvíldu í friði og megi allar góðar vættir umlykja þig. Margrét (Magga), Vala og Sæmundur (Sammi). Elsku Kara, nú er allt breytt og verður aldrei eins. Það er óendan- lega sárt að kveðja þig, þú varst svo margt, gast sett á þig hvaða hatt sem er, hvenær sem er. En þó það sé sárt að kveðja, þá erum við svo þakklát á sama tíma fyrir allt það sem þú varst okkur. Ég man hvað ég var spennt og stressuð að kynna Einar fyrir ykk- ur Alla í Kiel. Okkar beið, eins og þér einni var lagið, heitur matur og kassi af bjór úti á svölum. Svo sát- um við og spjölluðum fram á kvöld. Morguninn eftir er morgunn sem ég gleymi aldrei. Ég kem fram á undan Einari og þú ert búin að hella upp á kaffi, vindur þér strax í það sem ég var stressuðust fyrir: „Einar virkar bara vel á mig, það lítur út fyrir að hann geti verið rót- eindin í lífi þínu og þú verið svona rafeindin sem svífur í kringum hann. En eitt – á hann ekki betri skó? Ég er búin að taka skóna hans, skipta um reimar, setja ullar- innlegg í þá en það dugar ekki til, við förum í bæinn á eftir og kaup- um á hann nýja skó, humm ók?“ Þar með var Einar búinn að standast prófið inn í fjölskylduna án frekari umræðna ef við bara fyndum á hann betri skó. Eftir þetta áttum við margar góðar stundir saman í Kiel. Enda eins og þið systur allar eruð, bætið hver aðra upp hvar sem þið eruð stadd- ar í heiminum. Þú varðst þarna hálfgerð mamma mín og varst búin að vera á mínu utanlandsbrölti og fyrsta tengdamamma Einars. Alla mína ævi hefur þú kennt mér svo margt, alla mögulega praktíska hluti en upp úr stendur lífsviðhorfið. Kvöld eitt í Wend- gräben þegar þú sagðir við okkur: „Krakkar, vitið þið að við Alli höf- um rætt það að við höfum engan tíma til að bíða eftir því að verða gömul til þess að njóta lífsins, við vitum ekki hversu lengi við höfum hvort annað og þess vegna gerum við „allt“ sem okkur langar núna.“ Þú hlóst á eftir, ég heyri þig ennþá hlæja. Því að jú, þú framkvæmdir alltaf það sem þú sagðir, dreifst í hlutunum og lést ekkert stoppa þig. Ekkert var ómögulegt. Eins og þegar við gróðursettum þrjú hundruð sígrænar tveggja metra háar plöntur á einum degi sem Alli hafði fengið á tilboði í Hollandi. Þann morgun vaktir þú okkur með því að banka á hurðina og segja: „Krakkar, ég þarf að fá ykkur til að hjálpa mér smávegis, gengur það? Það er komið kaffi.“ Í þessari sömu ferð okkar í Wendgräben, þegar Vala var líka komin, rissaðir þú upp startkostnað og mögulegar tekjur af gistirekstri í Bjarmó og þar með var það bara ákveðið. Svo einfalt var þetta alltaf hjá þér og ég trúi því að ég sé með þessi gen þín. Ég hef alltaf verið svo stolt af því þegar fólk segir: „Nú ertu alveg eins og Kara frænka þín.“ Það eru forréttindi að hafa haft þig í lífi okkar og sárt að hugsa til þess að þú sért farin. Hugurinn leitar á þessum erfiðu tímum til nánustu fjölskyldu þinnar sem hef- ur misst eiginkonu, móður, ömmu, systur og einstaka manneskju. Þeirra missir er sárastur og skarð- ið sem eftir situr verður ekki fyllt. Lífssaga þín er svo sannarlega merkileg og ómetanleg. Við mun- um ylja okkur við minningarnar um ókomna tíð og halda heiðri þín- um á lofti. Halla Sif og Einar. Mikill harmur var kveðinn að gömlu bekkjarfélögunum úr 6F 1979, Menntaskólanum á Akur- eyri, þegar fréttir bárust frá Þýskalandi af ótímabæru andláti Köru Guðrúnar Melstað. Hún var á margan hátt andleg og félagsleg þungamiðja bekkjarins okkar í þrjú ár og jafnan svo ung, fersk og björt í sinni að maður hafði á til- finningunni að hún yrði eilíf. En sláttumaðurinn slyngi fer ekki í manngreinarálit og kærir sig koll- óttan um verðleika og mannkosti. Ég kynntist Köru fyrst í lands- prófi í GA. Allir strákarnir voru skotnir í Köru, en eins og segir í Carmínu-grein um hana 1979: „ung var hún Elfráði gefin“ og hún ákvað ung að eyða ævinni með handboltakappanum snjalla sem seinna átti eftir að auðga F-ið líka. Kara sagðist hafa notið þeirra for- réttinda í æsku að alast upp í stór- fjölskyldu þar sem alltaf var sama- staður hjá einhverjum ef einn hvarf á brott. Hún lærði því snemma það félagslega næmi og þá samkennd sem einkenndi hana jafnan síðan. Út á við virtist Kara oft fjar- huga, „hnarreist og hnakkakerrt“, svo að enn sé vitnað í gömlu Carm- ínu-greinina. Ókunnugir gátu því fengið þá tilfinningu að hún væri ögn hrokafull og fjarræn; en ekk- ert var fjær sanni. Einlægari og til- finningaríkari persónu var erfitt að finna. Réttlætiskennd hennar var líka við brugðið. Til hennar var ljúft að leita ráða við lausn á vanda- málum, stórum jafnt sem smáum, og hún tók lífbrigðum tilverunnar með stóískri ró, blandinni plat- ónskri trú á réttlæti, sannleika og jöfnuð. Í félagslífi bekkjarins var hún límið sem á endanum hélt öllu saman. Kara og Alli – og oft leit maður á þau sem eina lífræna heild fremur en tvo einstaklinga – voru lífið og sálin í F-inu. Þegar hún kenndi síðar við GA nýttust mann- kostir hennar vel og hún var ákaf- lega vinsæll kennari. Kara lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hún tók brotsjóm lífsins með æðruleysi – en var jafnan til reiðu að rétta hjálparhönd og greiða veg réttlætisins. Því miður glataðist samband okkar flestra við Köru þegar þau Alli fluttu til Þýskalands og gerðu garðinn frægan þar. Í minningunni er eilíft sólskin og akureyrsk Lystigarðs- blíða í kringum ímynd okkar af Köru – þessari einstaklega vel inn- réttuðu manneskju sem stráði rétt- vísi, einlægni og vináttu í kringum sig hvar sem spor hennar lágu. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd bekkjarfélaganna úr F-inu, MA, Kristján Kristjánsson. Í minningu góðrar og mikil- hæfrar konu. Jarðvist á enda, lífsgöngu lokið, ljósið þitt slökknað, fölnuð brá. Virðing og þökk, vegferðin öll vel í huga geymd. (Sálmabókin 899) Árni og Hrefna. Ég kynntist Alla og Köru í gegnum handboltann hjá KA upp úr 1990. Á þeim sex árum sem Alli þjálfaði liðið komu fjölmargir titlar í hús og stemningin í KA-húsinu var hreint ótrúleg. Hún verður aldrei endurtekin því í dag væri ekki leyfilegt að troða upp undir 1.600 manns inn í þetta litla íþróttahús eins og gert var aftur og aftur á gullaldarárunum. Við sem sátum í stjórn hand- knattleiksdeildarinnar áttuðum okkur ekki á því strax – frekar en önnur lið sem hafa ráðið Alla til starfa síðan – að með ráðningu hans fengum við tvo fyrir einn, eða öllu heldur tvö fyrir einn. Kara stóð alltaf þétt við hlið síns manns og studdi dyggilega í öllu sem við- kom handboltanum. Þess vegna segi ég gjarnan „þeirra ferill“ þeg- ar rætt er um glæstan feril Alla sem þjálfara. Það má líka orða það svo að þótt Alli ráði innan vallar hafi Kara gjarnan ráðið utan vall- ar, að stórum hluta. Hið sama ein- kenndi þau hjónin bæði: Vinnu- semi, reglusemi og aftur vinnusemi. Þáttur Köru í ein- stökum þjálfaraferli Alla er ómet- anlegur. Annað vil ég nefna í þessu sam- hengi. Menn tóku eftir því – allan þjálfaraferil Alla í Þýskalandi, þessari stærstu og erfiðustu deild handboltans í heiminum – að hann hafði alltaf færri aðstoðarmenn en hin liðin. Það var kannski í sjálfu sér ekki alveg rétt ályktað, menn gleymdu einfaldlega að telja Köru með! Eitt af því sem hún gerði alla tíð listavel var að taka unga og óharðnaða leikmenn, sem Alli fékk til liðs síns, undir sinn verndar- væng. Hún hjálpaði þeim að aðlag- ast nýjum aðstæðum og breyttri tilveru og gekk þeim alyngstu nær því í móðurstað, hlý og umhyggju- söm eins og alltaf. Það var henni einhvern veginn eðlislægt. Hún missti foreldra sína ung að árum og hélt þá utan um yngri systkini sín. Það sama gerði hún þegar þau Alli stofnuðu fjölskyldu, hún hlúði að börnunum þeirra og seinna barnabörnum af ástúð og um- hyggju. Starfs míns vegna hef ég oft verið í Þýskalandi á liðnum áratug- um. Ég hef líka farið á marga handboltaleiki þar sem Alli var við stjórnvölinn. Í þessum handbolta- ferðum mínum bjó ég oftast á heimili þeirra Alla og Köru og kynntist þá enn betur hversu náið og þétt þau unnu saman. Ég hef átt margar gleðistundir með þeim hjónum eftir leiki en aldrei ofmetn- uðust þau þrátt fyrir mikla vel- gengni – og svo var fljótlega farið að hugsa um næsta leik. Kara vissi vel hvað ég gat orðið stressaður í mestu háspennuleikjunum og í þeim tilfellum sem við sátum ekki saman og horfðum á leikinn, spurði hún mig að leik loknum: „Fórstu fram á gang, Mái minn?“ Spurn- ingunni fylgdi gjarnan bros og síð- an hinn fallegi og smitandi hlátur Köru. Oftar en ekki varð ég að svara þessari spurningu játandi. Ég kveð Köru með söknuði og virðingu og þakka samfylgdina og vináttuna. Ég sendi Alla hug- heilar samúðarkveðjur sem og börnum þeirra, Elvari, Aðalheiði og Andra, mökum þeirra og börnum, systkinum Köru og öðr- um ástvinum. Blessuð sé minn- ing Köru Melstað. Þorsteinn Már Baldvinsson Kara Guðrún Melstað MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, ODDUR GÚSTAFSSON hljóðupptökumaður, Dísarási 19, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 25. ágúst. Útför fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 10. september klukkan 13. Hildur Hrönn Oddsdóttir Sigurður Þórir Þorsteinsson Paul Terrill Einar Raymond Terrill Erna Þórey Sigurðardóttir Eiður Þorsteinn Sigurðsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JENS EIRÍKUR HELGASON, fyrrv. bóndi, Hátúnum í Landbroti, lést miðvikudaginn 1. september á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri. Útför hans fer fram mánudaginn 13. september klukkan 13 í Prestsbakkakirkju á Síðu. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Velunnarasjóð Hjúkrunarheimilisins Klausturhóla. Kári Þór Helgi Valberg Jensson Margrét Kristín Pálsdóttir Sveinn Hreiðar Jensson Anastassiya Kim og barnabörn Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, JÓNS ÁGÚSTAR BERGS JÓNSSONAR sjómanns. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar Hringbrautar og Fossvogs. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jón Berg Reynisson Guðrún Dröfn Birgisdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs bróður okkar, mágs og frænda, SIGURÐAR GUNNARSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Ragnheiður Gunnarsdóttir Ásgeir Bjarnason Magnús Gunnarsson Elísabet Karlsdóttir og frændsystkin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.