Saga - 2013, Page 9
sigrún pálsdóttir
Sex systur. Með hefðbundnu sniði
Ljósmyndin gæti verið tekin árið 1885. Hún sýnir sex dætur Karít -
asar Markúsdóttur Jónssonar, prests í Odda á Rangárvöllum, og
séra Ísleifs Gíslasonar, sem var prestur í Arnarbæli í Ölfusi frá 1878
til dauðadags. Ísleifur var auk þess þingmaður Rang vell inga um
tíma.1
Elst þeirra systra var Kristín (1869–1945) sem giftist séra Ólafi
Helgasyni í Gaulverjabæ. Þar héldu þau hjón heyrnleysingjaskóla
en síðar á Stóra-Hrauni í Eyrarbakkahreppi. Seinni maður Kristínar,
séra Gísli Skúlason, tók við stjórn skólans árið 1905 og sinnti henni
þar til skólinn var fluttur til Reykjavíkur árið 1908 og varð ríkis-
skóli.2
Næstelst var Jórunn (1870–1895). Hún hélt til Kaupmannahafnar
haustið 1892. Faðir hennar fylgdi henni til Reykjavíkur, en þegar
Ísleifur reið til baka og yfir Hellisheiði féll hann af baki og lést
tveimur dögum síðar að Arnarbæli.3 Jórunn sneri heim frá Kaup -
mannahöfn og lést í Reykjavík.
Tveimur árum yngri en Jórunn var Ingibjörg (1872–1936). Hún
giftist Ólafi Finsen héraðslækni á Akranesi. Næst í systraröðinni var
Guðrún (1876–1951) sem varð eiginkona Sigurðar Briem póstmeist-
ara, og bjuggu þau hjónin lengst af í Tjarnargötu 20.4 Við hlið þeirra,
á númer 18, bjó systirin Sigrún (1875–1959). Hún var gift Birni Ólafs-
syni augnlækni en síðar Leifi Bjarnasyni, málfræðingi og kennara
við Lærða skólann. Sigrún Bjarnason þótti glæsileg kona og mikill
persónuleiki. Hún gerði við regnhlífar og bjó til konfekt sem var
Saga LI:1 (2013), bls. 7–8.
FORS ÍÐUMYNDIN
1 Guðfræðingatal 1847–2002. I Ritstj. Gunnlaugur Haraldsson (Reykjavík: Presta -
félag Íslands 2002), bls. 488–489.
2 Vigfús Magnússon, Saga Eyrarbakka II (Reykjavík: Víkingsútgáfan 1949), bls.
259–260.
3 Þjóðólfur 28. október 1892, bls. 197.
4 Sjá Sigurður Briem, Minningar (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1944), 237 bls.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 7