Saga - 2013, Page 11
valur ingimundarson
Mikson-málið sem „fortíðarvandi“
Stjórnmál minninga, þjóðarímyndir og viðmiðaskipti1
Sakarannsóknir eða réttarhöld í stríðsglæpamálum endurspegla oft togstreitu
milli einstaklingbundinnar reynslu og opinberra sjálfsmynda þjóða. Í grein-
inni er fjallað um þessa togstreitu með því að beina sjónum að því hvernig
ráðandi hugmyndafræði mótaði og endurmótaði pólitísk og lagaleg viðhorf
til baráttu einstaklinga gegn kommúnisma og samvinnu við Þjóðverja í lok
síðari heimsstyrjaldar, kalda stríðinu og eftir fall Sovétríkj anna. Sem dæmi er
tekið hið svonefnda Mikson-mál og viðtökur þess á Íslandi, í Eistlandi,
Svíþjóð, Ísrael og Rússlandi. Það snerist um ásakanir um stríðsglæpi á hend-
ur Eistlendingnum Evald Mikson, sem sest hafði að á Íslandi og tekið upp
nafnið Eðvald Hinriksson sem íslenskur ríkisborgari. Nálgunin tekur ekki
aðeins mið af persónusögu Miksons, heldur er það sett í víðara samhengi með
því að tengja það við sjálfstæðisbaráttu Eistlands, samvinnu Eista við
Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld, ofsóknir gegn gyðingum og helförina, tog -
streituna milli kommúnisma og andkommúnisma á kalda stríðstímanum og
umbreytingartímabilið eftir fall Sovétríkjanna. Sýnt er fram á hvernig pólitísk
viðmiðaskipti, fyrst í kalda stríðinu og síðan eftir að því lauk, leiddu til mis-
munandi túlkunar á ásökunum um stríðsglæpi og einstaklingsbundinni og
samfélagslegri ábyrgð og grófu undan viðteknum söguskoðunum.
Eftir fall kommúnismans kom fram sterk krafa í Austur-Evrópu og
sumum þeirra ríkja sem áður höfðu heyrt undir Sovétríkin um að
gerðar yrðu upp sakir við fortíðina og pólitíska glæpi fyrrverandi
stjórnvalda. Það væri hluti af „umbreytingarréttlæti“ (transitional
justice)2 eða stjórnmála- og lagaferlinu frá einræði til lýðræðis. Sú
Saga LI:1 (2013), bls. 9–51.
GRE INAR
1 Höfundur stendur í þakkarskuld við Rannsóknasjóð Háskóla Íslands fyrir fjár-
hagslegan stuðning. Auk þess vill hann þakka eftirtöldum einstaklingum fyrir
veitta aðstoð við heimildaöflun: Ragnheiði Harðardóttur, Boga Nilssyni og
Barböru Hohen.
2 Sjá t.d. Transitional Justice and the Rule of Law in New Democracies. Ritstj. A. James
McAdams (Notre Dame: University of Notre Dame Press 1997); Ruti Teitel,
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 9