Saga - 2013, Page 13
Þannig myndaðist ákveðin togstreita milli minnis um kommún-
ismann og helförina á tíunda áratugnum sem þurfti að takast á við.
Í þessari grein mun ég fjalla um þessa togstreitu með því að sýna
hvernig ráðandi hugmyndafræði í lok síðari heimsstyrjaldar, kalda
stríðinu og eftir fall Sovétríkjanna mótaði og endurmótaði pólitísk og
lagaleg viðhorf til baráttu einstaklinga gegn kommúnisma og sam-
vinnu við Þjóðverja. Sem dæmi mun ég taka hið svonefnda Mikson-
mál og viðtökur þess á Íslandi, í Eistlandi, Svíþjóð, Ísrael og Rúss -
landi. Það snerist um ásakanir um stríðsglæpi á hendur Eistan um
Evald Mikson, sem sest hafði að á Íslandi og tekið upp nafnið Eðvald
Hinriksson sem íslenskur ríkisborgari. Hér er ekki aðeins um að
ræða persónusögu heldur mál sem hafði þverþjóðlega skírskotun og
unnt var að setja í samhengi við sjálfstæðisbaráttu Eist lands gegn
Sovétríkjunum, samvinnu Eista við Þjóðverja í síðari heims styrjöld,
ofsóknir gegn gyðingum og helförina, togstreituna milli kommún-
isma og andkommúnisma á kaldastríðstímanum og stefnu Ísraela
gagnvart Palestínumönnum eftir að kalda stríðinu lauk.
Í upphafi verða rakin tengsl stjórnmálaþróunar í Eistlandi á
tíma bilinu 1918–1944 við störf Miksons sem lögreglumanns, and-
spyrnuleiðtoga gegn hernámsliði Sovétmanna, starfsmanns öryggis -
lögreglunnar í Tallinn og samverkamanns hernámsliðs Þjóðverja.
Gerð verður grein fyrir vitnaleiðslum yfir Mikson í Svíþjóð á árunum
1945–1946, þar sem fyrstu opinberu ásakanirnar um stríðsglæpi
gegn kommúnistum og gyðingum komu fram. Þá verður vikið að
sakargiftum á hendur Mikson á Íslandi um sama efni árið 1961 og
viðbrögðum ráðandi stjórnmálaafla. Megináherslan verður þó lögð
á þróun málsins eftir að það var endurvakið árið 1992 og fjallað um
afskipti stjórnvalda í Eistlandi og á Íslandi sem og Simon Wiesen -
thal-stofnunarinnar í Jerúsalem af því.
Mikson-málið vekur aðferðafræðilegar spurningar, ekki síst um
túlkun á vitnisburðum um stríðsglæpi löngu eftir að atburðirnir
gerðust. Taka má undir það sjónarmið franska sagnfræðingsins
Henry Rousso að það sé ekki í verkahring sagnfræðinnar heldur
dómstóla að setjast í dómarasæti um sekt og sakleysi einstaklinga.6
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 11
6 Henry Rousso, „Justiz, Geschichte und Erinnerung in Frankreich. Überlegun-
gen zum Papon Prozess“, Geschichte vor Gericht. Historiker, Richter und die Suche
nach Gerichtigkeit. Ritstj. Norbert Frei, Dirk van Laak og Michael Stolleis
(München: Beck Verlag 2000), bls. 141–163; Henry Rousso, The Vichy Syndrome:
History and Memory in France since 1944. Þýð. Arthur Goldhammer (Cambridge,
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 11