Saga - 2013, Side 14
Hér verður þó lagt mat á þau gögn sem lögð voru fram í málinu,
enda gegndu þau mikilvægu hlutverki í túlkunum á því. Auk þess
verða þau notuð til að setja atburðina í sögulegt samhengi.
Alon Confino heldur því fram að sagnfræðingum hafi gengið
betur að glíma við pólitískar eða menningarlegar birtingarmyndir
minninga, eins og sögustaði, kvikmyndir eða skáldsögur, en minn-
ingar7 byggðar á einstaklingsbundinni reynslu.8 Afleiðingin sé oft
sú að tengslin milli opinbers og persónulegs minnis séu rofin. Sagan
sé fegruð og breitt yfir „fortíðarvanda“, t.d. með því að sniðganga
ofbeldi, hugmyndafræði og glæpi. Sem dæmi nefnir hann tilraunir
Þjóðverja á sjötta áratugnum til að draga upp mynd af sér sem fórnar -
lömbum en ekki gerendum.9 Með öðrum orðum hafi sagnfræð ingar
ekki lagt nægilega mikið upp úr því að setja sjálfsmyndir Þjóðverja
eftir síðari heimsstyrjöld í skýrt samhengi við gerðir þeirra meðan á
henni stóð. Reyndar má draga í efa að þeir sagnfræðingar sem hafa
skrifað um minni Þjóðverja, eins og t.d. þau Robert Moeller og Mary
Nolan, hafi látið hjá líða að tengja þessi tímabil saman.10 En sú nálg-
valur ingimundarson12
Mass.: Harvard University Press 1991), bls. 160–161. Sjá einnig Richard Evans,
„History, Memory, and the Law: The Historian as Expert Witness“, History and
Theory, 41:3 (október 2002), bls. 326–345.
7 Alon Confino, „Telling about Germany: Narratives of Memory and Culture“,
Journal of Modern History, 76:2 (júní 2004), bls. 401–402 .
8 Meðal sagnfræðirannsókna á einstaklingsbundinni reynslu úr síðari heims-
styrjöld má nefna bók Christophers Browning, Ordinary Men: Reserve Police
Battalion 101 and the Final Solution in Poland (New York: Aaron Asher Books
1992). Þar færir Browning rök fyrir því að margvíslegir þættir, eins og hóp -
þrýstingur, framagirni og valdhollusta, útskýri hvers vegna félagar í tiltekinni
þýskri lögreglusveit tóku þátt í fjöldamorðum á gyðingum. Daniel Jonah Gold -
hagen fjallar einnig um sömu sveit í bókinni Hitler’s Willing Executioners: Ordinary
Germans and the Holocaust (New York: Knopf 1996), en kemst að þeirri niður -
stöðu að skýra megi gerðir þeirra eingöngu út frá hatri þeirra á gyðingum.
Aðferðafræði Goldhagens olli miklum deilum, þótt sumir telji að gildi bókar-
innar felist í að draga ekkert undan í lýsingum á fjöldamorðum. Í hvorugri bók-
inni er þó einstaklingsbundin reynsla sett í víðara þjóðar- eða samfélagssam-
hengi (fyrir utan þá ósannfærandi eðlishyggjuhugmynd Goldhagens að Þjóð -
verjar hafi tamið sér „útrýmingargildi“ gagnvart gyðingum á 19. öld og fyrri
hluta 20. aldar sem hafi þó horfið eftir síðari heimsstyrjöld). Um deiluna um bók
Goldhagens sjá The Goldhagen Effect: History, Memory, and Nazism—Facing the
German Past. Ritstj. Geoff Eley (Michigan: Ann Arbor 2000).
9 Alon Confino, „Telling about Germany: Narratives of Memory and Culture“,
bls. 401–402.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 12