Saga - 2013, Page 15
un að einblína á birtingarmyndir liðinna atburða í samtímanum án
þess að staðsetja þá sögulega getur vissulega vakið spurningar um
fræðilega „sótthreinsun“, ekki síst ef um reynslu eins og stríðsglæpi
er að ræða.
Hér verður leitast við að brúa þetta bil með því að beina sjónum
að mótum persónulegs minnis og reynslu annars vegar og sam eigin -
legra minninga hins vegar. Mikson-málið tengdist margvíslegum
hugmyndafræðilegum og pólitískum átökum í síðari heimsstyrjöld,
kalda stríðinu og umbreytingaskeiðinu eftir fall kommúnismans.
Fjallað verður um hvernig miðlun einstaklingsbundins minnis skar -
aðist við eða var í andstöðu við sjálfsmyndir þjóða og stjórnmála-
hugmyndir á þessum tímabilum. Sýnt verður hvernig viðmiða skipti
(paradigm shift) á kaldastríðstímanum og eftir að honum lauk leiddu
ekki aðeins til mismunandi túlkunar á ásökunum um stríðs glæpi og
persónulegri og samfélagslegri ábyrgð heldur einnig við teknum
pólitískum söguskoðunum.
Frá andspyrnu til samvinnu:
Mikson og Eistland í síðari heimsstyrjöld
Saga Miksons er samofin örlögum Eistlands á þriðja og fjórða ára-
tugnum og á stríðsárunum þegar landið var hernumið af Sovét -
mönnum og Þjóðverjum. Eftir að Eistland fékk sjálfstæði árið 1918
þróaðist þar veikt þingræðiskerfi sem varð valdboðsstjórn að bráð.
Mikson starfaði í öryggislögreglunni í Tallinn, m.a. í lífvarðasveit
forseta Eistlands, og átti þátt í að bæla niður hægri þjóðernishreyf-
ingu fyrrverandi hermanna, Vabadussõjalaste Liit (Samtök þátttak-
enda í sjálfstæðisstríði Eistlands), árið 1935. Hér var um ólöglega
forvarnaraðgerð stjórnvalda að ræða.11 Mikson gerðist félagi í
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 13
10 Sjá t.d. Mary Nolan, „Germans as Victims during the Second World War: Air
Wars, Memory Wars“, Central European History 38:1 (2005), bls. 7–40; Robert G.
Moeller, „Germans as Victims? Thoughts on a Post-Cold War History of World
War II’s Legacies“, History and Memory 17:1/2 (2005), bls. 147–194.
11 Vaps-hreyfingin, eins og hún var nefnd, átti sumt sameiginlegt með evrópskum
fasistahreyfingum eða öfgaþjóðernisflokkum á borð við Lapua-þjóðernis-
hreyfinguna í Finnlandi. Hún vakti fyrst verulega athygli árið 1932 þegar hún
átti frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Markmiðið var
að styrkja völd forsetans og koma á valdboðskerfi í stað þingræðis. Stjórnar -
skráin var samþykkt árið 1933 með rúmlega 55% atkvæða. Enn fremur vann
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 13