Saga - 2013, Qupperneq 17
(Metsavennad) í sama mánuði, en það voru sjálfssprottnar and-
spyrnusveitir sem tókst að ná völdum í héruðunum Vönnu og Ahja
án aðstoðar innrásarliðs Þjóðverja. Helsta markmið þeirra var að
vernda eistneska borgara gegn „eyðingarsveitum“ Sovétmanna,
sem skildu eftir sig sviðna jörð á undanhaldi sínu. Handtóku
„skógarbræður“ fjölda sovéskra hermanna og eistneska stuðnings-
menn þeirra og tóku af lífi. Í lok júlí stofnuðu andspyrnumenn
Omakaitse-skæruliðahreyfinguna sem óx hratt og hafði að lokum á
að skipa 30–40 þúsund manns.14 Mikson varð einn leiðtogi hennar
og aðstoð aði hún þýska innrásarherinn við að reka Sovétmenn frá
Eistlandi.
Talið er að sex þúsund Eistar hafi látið lífið í Eistlandi meðan á
hernámi Þjóðverja stóð (1941–1944).15 Omakaitse-hreyfingin tók
flesta þeirra af lífi fyrstu mánuðina eftir innrás Þjóðverja, en meiri-
hluti þeirra var grunaður um samvinnu við Sovétmenn.16 Þjóð -
verjar vildu ekki aðeins refsa kommúnistum og samverkamönnum
Sovét manna í Eistlandi. Sérsveit nasista (Einsatzkommando IA der
Einsatz gruppe A), undir stjórn Martins Sandbergers, handtók og
myrti langflesta þeirra eitt þúsund gyðinga sem eftir voru í landinu
eftir brottför Sovétmanna. Heildarfjöldi eistneskra gyðinga var um
4.500, en um 3.400 þeirra hafði tekist að flýja til Sovétríkjanna fyrir
innrás Þjóðverja.17 Eistneskir andspyrnumenn unnu með Þjóðverj -
um við að taka gyðinga höndum og þeir tóku einnig þátt í að
myrða þá.18
Nauðungarflutningar Sovétmanna skýra að miklu leyti hvers
vegna Eistar litu á Þjóðverja sem frelsara, þótt aðeins væri í raun
verið að skipta um hernámsstjórn. Eistneska öryggislögreglan starf -
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 15
14 „Conclusions: Report of the Estonian International Commission for the
Investigation of Crimes against Humanity. Phase II — The German Occupation
of Estonia, 1941–1944“, http://www.mnemosyne.ee/hc.ee/pdf/conclusions_
en_1941–1944.pdf, bls. XXI, 1. mars 2013.
15 Sama heimild, bls. XI.
16 Andres Kasekamp, „What Really Happened — Estonia and the Holocaust“.
Vef. htttp://www.vm.ee/eng/kat-411/3525.html, 15. febrúar 2013.
17 „Conclusions: Report of the Estonian International Commission for the
Investigation of Crimes against Humanity. Phase II — The German Occup -
ation of Estonia, 1941–1944“, bls. XVIII.
18 Sjá Ruth Bettina Birn, „Collaboration with Nazi Germany in Eastern Europe:
The Case of the Estonian Security Police“, Contemporary European History, 10:2
(2001), bls. 181–198, hér bls. 188.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 15