Saga - 2013, Síða 19
skjölum eistnesku öryggislögreglunnar yfirheyrði Mikson marga þá
sem síðar voru teknir af lífi.24
Í lok ágúst hélt Mikson til Tallinn þar sem hann tók við starfi
aðstoðaryfirmanns upplýsingadeildar öryggislögreglunnar. Helsta
starf hans var að leita uppi sovéska kommúnista fyrir þýsku her-
námsstjórnina. Mikson undirritaði sjálfur 28 handtökuskipanir sem
eru varðveittar auk fjölda skýrslna um yfirheyrslur sem hann fram-
kvæmdi. Hér var um að ræða 10 Eista, 12 gyðinga og sex Rússa, sem
voru handteknir. Meirihluti þeirra hafði starfað með Rússum, en eng-
in ástæða var gefin fyrir handtöku 12 einstaklinga, þar af 11 gyðinga.25
Flestir þeirra handteknu voru síðar teknir af lífi. Engin gögn hafa fund-
ist sem sýna að Mikson hafi sjálfur skrifað undir aftökuskipanir, en
alþjóðleg rannsóknanefnd sem skipuð var í lok 10. áratugarins tengdi
hann engu að síður með beinum hætti við stríðsglæpi.26 Hann yfir-
heyrði sjálfur marga kommúnista, þar á meðal Karl Säre, leiðtoga eist-
neska kommúnistaflokksins. Að eigin sögn fékk hann Säre til að veita
mikilvægar upplýsingar um eistneska kommúnista og njósnara Sovét -
manna í öðrum löndum.27 Engar heimildir tengja Mikson þó við hand-
töku Säres og fleiri en hann tók þátt í yfirheyrslunum.28
Í nóvember 1941 var Mikson sjálfur handtekinn að skipun Sand -
bergers. Í ævisögu Miksons kemur fram að yfirmaður hans, Ronald
Lepik, hafi fært honum þær fréttir að Þjóðverjar væru ævareiðir yfir
því að Mikson skyldi ekki hafa upplýst þá um að Säre talaði þýsku
svo að þeir hefðu getað yfirheyrt hann sjálfir. Enn fremur hefði
Mikson látið hjá líða að minnast á ummæli Säres um Richard Sorge,
útsendara Kominterns, Alþjóðasambands kommúnista.29 Mikson
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 17
24 Bréf. Estonian Foundation for the Investigation of Crimes Against Humanity
(Meelis Maripuu) til Vals Ingimundarsonar 24. september 2004.
25 Sjá Margus Kastehein og Lauri Lindström, „The Activities of E. Mikson in the
Southern Part of Tartu District and in Tallinn in 1941“, bls. 1–53.
26 Bréf. Estonian Foundation for the Investigation of Crimes Against Humanity
(Meelis Maripuu) til Vals Ingimundarsonar 24. september 2004.
27 Sjá Einar Sanden Úr eldinum til Íslands, bls. 124–136.
28 Tölvuskeyti. Ruth Bettina Birn til Vals Ingimundarsonar 31. maí 2006.
29 Sjá Einar Sanden, Úr eldinum til Íslands, bls. 140–141. Mikson hélt því fram að
Þjóðverjar hefðu viljað refsa honum fyrir að hafa ekki látið þá vita að Säre talaði
þýsku og fyrir að hafa ekki sagt þeim frá samskiptum hans við enskan njósnara,
Richard Sorge, í Austurlöndum fjær. Hér hefði verið um rangar ásakanir að ræða
vegna þess að Säre hefði ekki sagt honum neitt um Sorge. Eftir lok kalda stríðins
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 17