Saga - 2013, Side 21
Þvert á móti gerir hann mikið úr illum hug Sandbergers í sinn garð.
Þjóðernissinnaðir Eistar, með vitneskju Hjalmars Mäe, sem fór fyrir
leppstjórn Þjóðverja 1941–1944, hafi haldið yfir honum hlífiskildi og
séð til þess að honum var sleppt úr fangelsi árið 1943 skömmu eftir
að Sandberger hafði verið fluttur til í starfi. Samkvæmt eigin frásögn
notaði hann fyrstu vikuna til að skrifa skýrslu um yfirheyrslu sína
yfir Karli Säre.34 Strax eftir það gekk Mikson til liðs við leyniþjón-
ustu þýska hersins (Abwehr, Oberkommando der Wehrmacht (OKW))
sem hefði átt þátt í að bjarga honum „úr helgreipum dr. Sand -
bergers“.35 Lítið er þó vitað um störf hans fyrir þýska herinn þar til
hann flúði yfir til Svíþjóðar í lok september 1944, eftir að Rauði her-
inn hertók Tallinn öðru sinni.
Flóttamaður í Svíþjóð: Ásakanir um stríðsglæpi
Í Svíþjóð voru fyrstu opinberu ásakanirnar bornar á Mikson. Eist -
neskir flóttamenn sökuðu hann um margvíslega glæpi, eins og að
hafa myrt kommúnista og gyðinga, nauðgað gyðingakonum, mis -
þyrmt föngum og stolið eignum þeirra og borið ábyrgð á dauða -
dómum.36 Af þeim sökum var Mikson fluttur í einangrunarbúðir í
Långmora þar sem hann dvaldist á árunum 1944–1945. Síðla árs
1945 fékk hann aðstoð samfanga síns, Gunnars Lindquist, fyrrver-
andi ritstjóra finnsk-sænska dagblaðsins Huvudstadsbladet í Helsinki,
og Yngve Schartau, lögfræðings í Stokkhólmi, við að óska eftir sér-
stökum vitnaleiðslum vegna áburðar um stríðsglæpi. Honum hafði
formlega verið vísað úr landi í nóvember 1945, en framkvæmd
brott vísunarinnar var frestað til október 1946. Í árslok 1945 var
Mikson síðan fluttur í aðrar einangrunarbúðir, Hälsingmo, og
þaðan í fangelsi í Stokkhólmi. Þar sat hann þegar vitnaleiðslur og
yfirheyrslur yfir honum hófust í dómhúsinu í Stokkhólmi í mars
1946.37
mikson-málið sem „fortíðarvandi“ 19
34 Einar Sanden, Úr eldinum til Íslands, bls. 156–157.
35 Sama heimild, bls. 156.
36 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 30.30. 3/5, skjöl sænskra
innflytjendayfirvalda, t.d. vitnisburðir Erik Jaarma, 22. desember 1944, og
August Rei, 22. desember 1944; sama heimild, 40.30.2, vitnisburðir Uno Richard
Andrussen, 27. október 1944, Heldo Tönisson, 21. febrúar 1945, og Eik Varep, 2.
mars 1945.
37 Einar Sanden, Úr eldinum til Íslands, bls. 177–180.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 19