Saga - 2013, Blaðsíða 22
Þar báru aðrir eistneskir flóttamenn, sem Mikson hafði fengið til
stuðnings við sig, vitni um að hann væri sannur föðurlandsvinur.
Vitnaleiðslurnar höfðu þó ekki áhrif á brottvísunina og eftir þær var
Mikson fluttur aftur í einangrunarbúðirnar í Hälsingmo. Loks var
hann fluttur í fangelsi í Kalmar, en þaðan var að líkindum ætlunin að
flytja hann til Eistlands og framselja í hendur Sovétmönnum. Hann
var þó skömmu síðar fluttur aftur í fangelsi í Stokkhólmi og sama
dag fluttur í skyndi í lögreglufylgd að norsku landamærunum við
Skagerak og tekinn sem háseti um borð í flutningaskipið Rositu frá
Panama. Ferðinni var heitið til Suður-Ameríku og hann hafði fengið
dvalarleyfi í Venesúela.38 Skömmu áður hafði dómsmála ráðuneytið,
að fengnu áliti útlendingastofnunarinnar, ákveðið að láta brottvís-
un Miksons koma til framkvæmda þegar í stað. Hann komst til
Noregs og því fengu Sovétmenn ekki tækifæri til að rétta yfir hon-
um.
Mikson kom með Rositu til Íslands í lok september 1946, en þá
hafði skipið orðið fyrir vélarbilun á leið sinni til Suður-Ameríku.
Það var því fyrir tilviljun að hann settist að hér á landi.39 Markmið
hans var að komast til Bandaríkjanna, en lögfræðingur hans,
Schartau, hafði reynt að nota aukna spennu í samskiptum Banda -
ríkjanna og Sovétríkjanna eftir stríð og upphaf kalda stríðsins til að
styrkja umsókn Miksons um dvalarleyfi. Hann byggi yfir mikilli
þekkingu á rússneskum aðferðum sem gætu komið bandarískum
lögregluyfirvöldum til góða til að bregðast við njósnum Sovét -
manna.40 Ekki varð það þó til að sannfæra bandarísk yfirvöld, sem
höfnuðu umsókn Miksons, sennilega vegna þess að hann hafði
unnið með Þjóðverjum. Fortíð Miksons virðist hins vegar engin
áhrif hafa haft á afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem höfðu barist gegn
því að íslenskum samverkamönnum nasista yrði refsað erlendis.
Mikson fékk dvalarleyfi á Íslandi nokkra mánuði 1947 sem síðan var
endurnýjað þangað til Mikson hlaut íslenskan ríkisborgarétt í maí
1955.41 Og í andrúmslofti kalda stríðsins á fimmta og sjötta ára-
valur ingimundarson20
38 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 30.30. 32, bréf, Yngve
Schartau til bandaríska sendiráðsins í Stokkhólmi, 20. mars 1947.
39 Skjalasafn ríkissaksóknara, „Æviferill Edvalds [svo] Hinrikssonar (Evalds
Miksons): Samantekt“ (Jónatan Þórmundsson), ágúst 1993.
40 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 30.30. 32, bréf, Yngve
Schartau til bandaríska sendiráðsins í Stokkhólmi, 20. mars 1947.
41 Skjalasafn ríkissaksóknara, „Æviferill Edvalds Hinrikssonar“.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 20