Saga - 2013, Síða 24
þar sem hann hefði verið bendlaður við „gamla fjandvini“ Eistlands
og sakaður um að vera samstarfsmaður Þjóðverja.44 Þær voru einnig
tengdar áróðursherferð sovéskra stjórnvalda gegn eistneskum
flóttamönnum erlendis. Hann lét íslensk stjórnvöld þegar vita og
skrifaði lögfræðingi sínum í Svíþjóð, Schartau, í janúar 1961 til að
leita ráða og fá úr því skorið hvort hætta væri á því að honum yrði
vísað úr landi. Schartau taldi engan möguleika á því og tók fram að
hann liti svo á að Mikson væri „hvorki nasisti né kommúnisti, held-
ur góður og gegn eistneskur föðurlandsvinur“ sem hefði „gert
skyldu sína“. Schartau sá hins vegar ástæðu til að vara Mikson við
því að vera einn á ferð í Reykjavík. Sökum þess hve sovéska sendi -
ráðið væri fjölmennt mætti gera ráð fyrir því að einhverjir einstak-
lingar væru reiðubúnir til að gera næstum hvað sem er til að þók-
nast yfirboðurum sínum. Öfgamönnum úr röðum kommúnista væri
trúandi til alls og hryllileg mannrán hefðu átt sér stað.45 Hug mynd -
in um að hætta væri á því að Mikson yrði rænt á Íslandi var fjar -
stæðukennd. Svör Schartaus sýna að hann trúði öllu á kommúnista,
óháð því hvort þeir væru við völd eða ekki.
Á Íslandi var viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks
við stjórnvölinn. Málgagn Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið, kom
Eðvaldi Hinrikssyni til varnar með fréttaflutningi af málinu. Birt var
ýtarleg grein með mynd af honum ásamt þremur börnum sínum,
augljóslega til að vekja með honum samúð. Þar var því haldið fram
að Þjóðviljinn hefði staðið fyrir einni „ofboðslegustu persónuárás“
sem þekkst hefði á Íslandi. Í viðtali við Morgunblaðið neitaði Eðvald
öllum ásökunum og taldi þær svo níðingslegar gagnvart sér, konu
sinni og börnum að ekkert „orð á neinni tungu“ væri til að svara
þeim. Hann kvaðst hafa verið fangelsaður af nasistum í „hegningar -
skyni“ fyrir starf sitt í þágu eistneska lýðveldisins og vegna þess að
hann hefði neitað að ganga í þýsku leyniþjónustuna. Málsvörn hans
gekk út á að hann hefði verið bæði á móti Rússum og Þjóðverjum,
að starf hans hefði verið að koma upp um útsendara nasista og
kommúnista frá Þýskalandi og Rússlandi.
Hér blandaði Eðvald saman tveimur ólíkum tímaskeiðum: ann-
ars vegar þætti sínum í að koma í veg fyrir sigur Vaps-hreyfingar-
innar í forsetakosningunum árið 1935, þ.e. fyrir hernám Sovét -
valur ingimundarson22
44 „Yfirlýsing Eðvalds Hinrikssonar“, Morgunblaðið 15. mars 1961, bls. 14.
45 Skjalasafn ríkissaksóknara, mál Eðvalds Hinrikssonar, 60.30. 3, bréf, Yngve
Schartau til Evalds Miksons, 10 febrúar 1961.
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 22